Hugmyndin sem liggur fyrir í skólaráði er eftirfarandi:
Þar sem umgengni hóps nemenda í Flensborgarskólanum hefur verið verulega ábótavant það sem af er skólaárinu 2006-2007 hefur skólaráð ákveðið að taka upp sérstakan „sóðaskatt“.
Þetta er einnig gert í ljósi þess að tölverðar skemmdir hafa verið unnar á húsi og húsmunum á þessum tíma sem beint má rekja til umgengni og sóðaskapar.
Þessi ákvörðun þýðir að þegar nemandi fær sína þriðju áminningu vegna umgengni þá þarf hann að greiða kr. 5000 í sjóð sem fer til viðhalds eða endurnýjunar húsmuna. Greiðsla skal innt af hendi innan viku frá því hún er lögð á.
Í stað 5000 kr. greiðslu getur viðkomandi innt af hendi 5 klst. vinnu við ræstingar og umhirðu í skólanum.
Greiði viðkomandi ekki sekt eða skilar vinnu í stað sektar þá skal litið til þess þegar kemur að ákvörðun um frekari skólavist.
Öllum starfsmönnum er heimilt að gefa áminningu og skal nafni þess sem er áminntur skilað til skólameistara eða aðstoðarskólameistara.
Ástæða áminningar getur verið:
1. Reykingar utan þess svæðs á lóðamörkum sem sérstaklega hefur verið skilgreint.
2. Neysla matvæla í kennslustofum.
3. Neysla matvæla í setustofum skólans, bókasafni eða opnum tölvuverum.
4. Að skilja eftir töskur eða annað sem hamlar umferð í anddyri eða á göngum skólans.
5. Að ganga um hús á útiskóm eða inniskóm sem nemandi hefur farið í út úr húsi.
6. Að ganga ekki frá borðbúnaði í matsal sem og umbúðum eða öðru sem til fellur við neyslu matvæla.
7. Að krota á borð eða valda öðrum skemmdum á húsi eða húsmunum.
8. Að henda eða skilja eftir rusl á gólfum, húsgögnum eða lóð skólans.
9. Öll almenn umgengni sem leiðir til sóðaskapar eða skemmda á húsi eða húsmunum skólans.
Nemandi sem stendur upp frá borði í matsal sem ekki hefur verið hreinsað er ábyrgur fyrir því rusli sem þar verður eftir óháð því hvort hann á þátt í tilurð þess eða ekki. Nemendur eru þannig ábyrgir fyrir því að benda samnemendum sínum á að þrífa upp eftir sig.
Sama regla gildir í öllum rýmum skólans.
Það sem nemendur spurja sig hér hvað eftir annað er hvort skólinn megi rukka nemendur um 5000 krónur fyrir að t.d. taka EKKI upp rusl annara og fleira. Hvað er ykkar álit á þessu?
- Á huga frá 6. október 2000