Mig langar að minna á mjög merkilega bók sem ég las sem ungur maður og hafði mikil áhif á mig og opnaði augu mín á margan hátt,Falið vald eftir Jóhannes Björn.
Svo vill til að ég var að vinna á sama stað og Jóhannes um það leyti sem bókin kom út,í saltfiskverkun Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Þar voru því oft líflegar umræður um þau mál sem tekið er á í bókinni.Þar er skoðað betur hvernig stórum hluta heimsins er og hefur verið stjórnað á bak við tjöldin,margir vilja afskrifa þetta allt sem samsæriskenningar,en það eru mistök,þetta er allt meira og minna vitað þó að þið getið verið viss um að þessa söguskoðun sé ekki að finna í kennslubókum.
Hverjum er hollt að skoða aðeins á bak við tjöldin til að fá heildarmyndina skýrari,erfitt er að mynda sér vitræna skoðun þegar margar af mikilvægustu upplýsingunum koma alldrei fyrir augu manns eða eru rengdar þó að vitað sé eða augljóst að þær séu sannar.Hér verður hver í raun að lesa fyrir sjálfan sig og teysta í raun aðeins á brjóstvitið,því að svona sé í pottinn búið getur verið erfitt að kyngja,sérstaklega ef maður er búinn að koma sér upp þægilegri heimsmynd sem hart getur verið að sjá að standist ekki nánari skoðun.Ekki láta heldur þá sem reyna að hlægja allt svona tal af borðinu trufla þig,það verður alltaf reynt,sama hvort sannanirnar öskri á okkur,svo undarlegt er það nú bara.Í ljósi stöðu mála í heiminum í dag verður þetta æ átanlegar augljóst….en best er að skoða sjálfur og mynda sér sína eigin skoðun…..hér er linkur að vef með bókinni
http://www.vald.org/falid_vald/kafli00.htm