Vilja að Bandaríkjamenn hreinsi eftir sig...
Vinstrimenn eru búnir að fá óskir sínar uppfylltar að mestu, herlið Bandaríkjamanna er búið að yfirgefa landið. En auðvitað heldur vælið áfram… Núna er það að Bandaríkjamenn eigi að hreinsa upp eftir sig. En staðreyndin er sú að Bandaríkjamenn eru búnir að henda mörgum milljörðum í íslenskt samfélag, búnir að borga undir meirihluta tvíhliða varnarsamnings. Spilar örugglega inn í brottför þeirra hversu lítið Íslendingar tóku þátt í kostnaðnum. Sömu aðilar og hafa sagt Bandaríkjamönnum að vinsamlegast drulla sér burt eru nú að krefjast þess að þeir borgi allan kostnaðinn í leiðinni, eins og vera þeirra hérna hafi verið einhliða fyrir þá. Við ættum að þakka fyrir það mikla fjármagn sem þeir hafa lagt í samfélagið okkar og bjóðast til þess að hreinsa upp eftir þjónustu þeirra hér. Þrátt fyrir að það kosti mikla peninga þá verðum við en þá í heildina í gróða.