Samfélagið hefur vaknað og áttað sig á því sem frjálshyggjumenn hafa alltaf vitað, að verndartollar og styrkir séu af hinu slæma almennt á meðann viss hópur í samfélaginu græðir á því. Almenningur borgar fyrir vissar vörur tvöfalt, þar að segja bæði í gegnum skatta og svo vöruverð. Verðinu er haldið uppi og viðkomandi aðilar verndaðir frá alþjóðlegri samkeppni auk þess að læra aldrei að aðlaga rekstrinum að frjálsum markaði þar sem samkeppni ríkir, svo lengi sem þeir treysta á það að ríkið sé alltaf tilbúið til þess að koma til bjargar. Það er mikil hræsni að við búum í samfélagi þar sem góðgerðarstarfsemi til fátækari ríkja sé þvinguð í gegnum skattinnheimtu upp á marga milljarða á sama tíma og verndartollum er haldið uppi.
Fátækustu þjóðir heimsins myndu nefnilega græða margfalt meira á því að fá að komast inn á markaði vesturlanda heldur en allir mannúðarstyrkir til samans eru að gagnast þeim. Er virkilega hægt að réttlæta það að einn hópur græði á kostnað annarra? Ef einhverjir missa vinnuna í harðnandi samkeppni og vaxandi innflutnings á ódýrum vörum þá vantar alltaf fólk á leiksskóla eða ummönnun aldraða. Niður með ALLA tolla og styrki og fögnum frjálsum markaði, helst í gær. Ekki láta væl bænda blekkja ykkur, þeir vilja bara komast dýpra í vasanna ykkar með aðstoð Bændaflokksins.