Finnst auglýsingin Þar sem börn eru að tala um kynfærin sín og misnotkun vera grófari en þetta. Auk þess að yngstu börnin myndu ekki fatta hvað væri að gerast þarna. Annars finnst mér sjálfsmorð almennt vera eitthvað sem ætti frekar að berjast gegn. Ég man ekki hvort það sé í lögum eða bara siðferðisreglur fjölmiðla en það er miklar takmarkanir á umfjöllun sem tengist sjálfsmorðum. Vegna ótta um öfug áhrif sem myndi koma á sjálfsmorðsfaraldri. Persónulega er ég ekki sammála því. Væri meira að segja til í að sjá úrtak birt í fjölmiðlum hversu margir hafi tekið sitt eigið líf á árinu. Ég hef sjálfur glímt við geðræn vandamál og hef tekið eftir því að stór meirihluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um hversu algengir og alvarlegir geðsjúkdómar eru.
Það eru örugglega þúsundir Íslendinga að hverju sinni með það í maganum að taka einn dag í einu án þess að drepa sig vegna mikillar vanlíðan. Samfélagið þarf að vakna og átta sig á því að andleg vandamál eru algeng og hafa mikil áhrif á samfélagið í heildina. Öryrkjum og fíkniefnafíklum fjölgar hratt fyrst og fremst vegna andlegra vandamála. Það er talið sjálfsagt að eyða mörgum milljörðum í að bæta vegakerfið til þess að fækka dauðsföllum. Staðreyndin er samt sú að fleiri taka sitt eigið líf en þeir sem láta lífið í umferðinni. En ef þú ferð á næstu geðdeild og segist vera í sjálfsmorðshugsunum og vilji leggjast inn að þá er samt sett þig á 12+ mánaða biðlista, eina leiðin til þess að komast beint inn er að framkvæma sjálfsmorðstilraun eða vera öðrum hættulegur.