Það þarf ekki annað en að horfa á Jay Leno til þess að sjá starx miklar breytingar á hegðun og hugsun manna. “The tonight show with Jay Leno” var fyrir árásina topp þáttur þar sem miskunarlaust var gert grín af öllu er tengdist bandaríkjunum. Núna 2 vikum eftir árásina er hinsvegar annað uppá teningnum. Þátturinn snýst nú aðallega um bandaríska þjóðerniskennd og keppast menn um að koma og segja hve mikilir bandaríkjamenn þeir séu og hve mikið þeir elska bláa, rauða og hvíta fánan sinn. Það er svo gott sem sama hvert þú snýrð þér í bandarískum fjölmiðlum, öll umræða er farin að snúast um þjóðerniskennd bandaríkjamanna.
Það er vel skiljanlegt að fólk sé í sjokki og fólk standi saman á erfiðum tímum en að fara að heila þvo þjóðina(nógu stoltir voru þeir fyrir)með svona rugli, á bara eftir að enda illa.
Magnus Haflidason