Vinkona mín skrifaði blogg á fólk.is sem að mér finnst mjög þarft,þetta eru mál sem eiga og geta svo auðveldlega verið í lagi,langar að fá álit hugverja á þessum málum.
Hér kemur bloggið hennar:

gettogirl bloggar
16. september 2006 - 21:21
Laugardagur, 16. september 2006

“Nú get ég ekki orða bundist lengur. Í Blaðinu í dag er grein sem ber yfirskriftina “Fá hvergi inni eftir að skóla líkur” og er þar verið að fjalla um þann málaflokk sem má sín hvað minnst í “velferðarríkinu” Íslandi. Fram kemur í Blaðinu að um tuttugu ungmenni með fötlun, fái hvergi inni í kerfinu eftir að skólatíma líkur en boðið var uppá þá þjónustu í fyrra. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft málið til umfjöllunar síðan í vor en engin lausn liggur fyrir og telst málið því vera í biðstöðu.

Í greininni tjáir móðir sautján ára ára drengs með fötlun, raunir sínar. Drengurinn sem stundar nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla fær enga frístundaaðstöðu þegar skóla líkur upp úr hádegi og hefur móðirin þurft að grípa til þess óyndisúræðis að láta tólf ára gamla dóttur sína brúa bilið og sjá um bróður sinn, þar til vinnudegi hennar sjálfrar líkur.

Þetta er gjörsamlega óásættanleg og brot á lögum. Við erum að tala um tólf ára barn og börn eiga ekki að bera þessháttar ábyrgð, samkvæmt lögum. Við erum líka að tala um að drengurinn á rétt á umræddri eða sambærilegri þjónustu, samkvæmt lögum. En ráðamenn benda hver á annan og þar með er málið í pattstöðu og hægt að snúa sér að því að stofna nú eitt sendiráðið enn eða byggja hallir undir opinbera starfsemi og hvað það nú allt er sem skiptir meiru máli en aðbúnaður og líðan hvers og eins þjóðfélagsþegns. Fjölskyldurnar sem um ræðir þurfa hinsvegar að bjarga hverjum degi sem líður, fyrir horn.

Fram kemur í Blaðinu að upphaflega hafi Svæðisskrifstofa Reykjaness haldið um frístundaaðstoðina í samvinnu við sveitarfélögin en í kjölfar aukinna umsókna og breyttra áherslna í starfinu þótti umsjónaraðilum rétt að málið yrði fært alfarið yfir til sveitarfélaganna. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur boðist til að taka málið að sér og hefur lagt fram fjárhagsáætlun þar að lútandi. Áætlunin felur í sér talsverðar hækkanir á kostnaði fyrir sveitarfélögin eða um 40.000 krónur á hvern eintakling.
Ég bara spyr hvort allt færi á hausinn ef þessum tiltekna málaflokki yrði gefinn gaumur og kippt í liðinn? Hvað með allt peningasukkið í kringum íslensku sendiráðin sem verið er að stofna út um allar jarðir? Hvað með allar veislurnar sem hið opinbera heldur háttsettum, erlendum glæpamönnum og blóðhundum? Hvar eru flinku útreikningsmeistararnir þá og afhverju hefja þeir ekki upp raust sína?

Árið 1989 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi barna og var samningurinn staðfestur á Íslandi árið 1992. Þar stendur meðal annars: “1. grein - Börn eru allt fólk í heiminum yngra en 18 ára. 2. grein – Öll börn eiga sama rétt. Engin mismunun má eiga sér stað. 3. grein – Það sem börnum er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem þau varða. Setja ber lög sem vernda börn. 4. grein – Aðildaríki samningsins skulu framfylgja réttindum barna eftir því sem efni framast leyfa. Þar sem efnin hrökkva ekki til er þörf á alþjóðlegu samstarfi…….18. grein – Báðir foreldrar bera höfuðábyrgð á uppeldi barna sinna. Aðildarríkjunum ber að styðja foreldra og leggja sitt af mörkum til umönnunar barnanna…….23.grein – Fötluð börn eiga rétt á fullgildu og mannsæmandi lífi og rétt á sérstakri umönnun, menntun og heilsugæslu. 27. grein – Börn eiga rétt á lífskomu sem tryggir þeim eðlilegan uppvöxt og þroska.”

Samningurinn er nú staðfestur sem alþjóðalög og felur í sér full mannréttindi allra barna og unglinga. Það ríki sem vanrækir þarfir þeirra brýtur gegn lögunum og það er einmitt þaö sem er að gerast á Íslandi í dag? Getur verið að okkar “upplýsta” þjóð líti á einstaklinga með fötlun sem annars flokks þegna? Við skulum muna að barn með fötlun er fyrst og fremst barn og að það hefur sama rétt og öll önnur börn á bestu lífsgæðum sem völ er á.

Já, þannig er lífið í “velferðarríkinu” Íslandi og það á sömu tímum og hægt er að reisa íburðarmikinn steypukumbald undir Orkuveitu Reykjavíkur fyrir næstum 6 milljarða króna. Ég endurtek 6 milljarða króna! Reyndar átti kumbaldurinn einungis að kosta tæpa 2 milljarða í upphafi en þegar ljóst var að hann hefði farið fjóra milljarða fram úr áætlun var gengið á Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitunar og útreiknara. Skýringin var á þá leið að hann væri einfaldlega ekki mjög talnaglöggur maður. Ha!?! Og til að bíta höfuðið af skömminni þá er hann bara með ósvífni og þrætur ef ræða á málið. Nú síðast í fréttum gærdagsins, en þá hótaði hann að koma borgarstjórnarsamstarfinu í uppnám ef Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi stjórnarformaður dirfðist að fjalla frekar um málið.
Móðir mín sem hefur skipt sér afskaplega lítið af pólitík í gegnum tíðina, hefur alltaf sagt að til að skoða gæði þjóðfélags skyldi maður skoða aðbúnað þeirra sem minnst mega sín – aldraðra, öryrkja, fólks með fatlanir, fólks með geðræn vandamál og annarra minnihlutahópa. Í því felast að mínu mati mikil sannindi. Og það er sko alls ekki hægt að hrópa húrra fyrir íslenskum stjórnvöldum þegar litið er til þessara málaflokka. Langt því frá.
Ég gæti haldið áfram endalaust áfram að tala um þá spillingu og þann tvískinnung og hræsni sem ríkir í íslensku samfélagi en orkan er búin í bili. Megi alheimskærleikurinn ríkja! Enda á þessum vel viðeigandi vísum:”

"Hvað skal segja um þjóð
sem forgangsraðar steypu, börnum ofar.
Auðvelt væri að laga slíkan ljóð
ráðherra úrbótum fyrir kosningar lofar.

En það stóð aldrei til hjá honum
að standa nokkurntímann við það.
Á meðan við bíðum og vonum
að börn og veikir fái sinn stað.

Í velferðarþjóðfélagi eins og okkar
á þetta ekki að vera svona.
Meðan glóandi gullið ráðamenn lokkar
gráta okkar minnstu bræður og vona.
(höf.vísu, G P.S)