Eftir árásirnar sem framdar voru þann fræga dag 11/9, þá var endalaust fjallað um þær í sjónvarpinu, alls staðar voru myndir og skelfilegar lýsingar á þessu. Sakamennirnir samkvæmt fjölmiðlum var múslimskur hryðjuverkahópur með leiðtogan Bin Laden. Ég man ekki nákvæmlega um hvað það fjallaði. Fréttirnar minnkuðu samt með tímanum og núna heyrir maður bara staka sinnum minnst á þessar árásir í sjónvarpi og útvarpi.
Aftur á móti var ég núna fyrst að heyra þá kenningu að Bandaríkja menn hafi sjálfir sprengt Tvíburaturnana upp. Að þeir hafi reynt að koma sökina á Bin Laden og þessa menn til að græða pening. Smá atriðin af þessu þekki ég alls ekki vel, svo þið megið ekki dæma mig fyrir það.
Nokkuð víst held ég samt að það sé að Bush var ekki kosin forseti heldur var hann dæmdur/ákveðin forseti.
Núna tók ég fram að ég þekki ekki aðalmál þessara efna, og ég nenni ekki að fá haugakast yfir mig útaf því, ég vil bara sjá hvort þið hafið einhver rök fyrir að halda þetta. Ég hef aldrei heyrt neitt um að Bandaríkjamenn hafi gert þetta, í fjölmiðlum (ég veit að það kemur ekki allt fram í fjölmiðlum) en ég hef fyrst heyrt um þetta núna.
Eru fleiri rök fyrir þessu og hvað haldið þið að hafi gerst?
Kv. Endla
“There's no ”I“ in team. There's a ”me“ though, if you jumble it up”