Ég fór að spá í þessu hvað þetta væri alveg rosalega fáránlegt og gamaldags, að labba í hús og biðja um pening? Það er hægt að nýta tæknina betur :S
Allavega þá kom kona til okkar og hún heldur á pínulitlum bauk með smá rifu fyrir aðeins smápeninga:S:S Og bíddu nú við.. er fólk að labba þá í hús fyrir smápeninga? maður spyr sig..
En mamma ætlar að gefa einhvað 1-2 þús krónur og þá lætur hún hann í poka og var þarna með einhvern poka fullan af seðlum:S
S.s. 2 þúsund manns fara út og ganga til góðs og er virkilega haldið að hver ein og einasta manneskja þarna sé svo heiðarleg að hún geti fyllt poka af seðlum og skilað honum með hverjum einasta seðli sem hún safnaði til Rauða krossins?
Var þetta líka svona hjá ykkur? Mér fannst þetta bara alls ekki góð hugmynd:S:S Hvað finnst ykkur?