Það er ekki spilling þegar viðskiptavinir lesa ekki smáa letrið, láta taka sig í ósmurt rassgatið og kæra mjög sjaldan. Í flestum tilfellum eru tryggingarfélögin bara að gera það sem þau hafa rétt á að hverju sinni. En auðvitað eru dæmi þar sem þau reyna að svindla á manni. Málið er að fólk verður að kæra oftar, annars verða þau of örugg með sig. Í raun gildir þetta um alla samninga almennt í lífinu. Í stað þess að hrópa “spilling” og vonast til þess að stjórnvöld geri eitthvað, verða viðskiptavinir að vera vakandi og kæra / skipta um fyrirtæki ef þeim finnst vera svindlað á sér.
Fyrirtæki eru nefnilega ekki neitt án viðskiptavina.