Það hefur margsannað sig að bandaríkjamenn hafa nákvæmlega engann áhuga á að bæta ástandið í heiminum, hryðjuverk eru afkvæmi fátækar,örbrigðar, fáfræði og almennar örvæntingu sem að fylgir þessum hlutum.
T.d. ef að við lítum til þjóðarmorðana í Rúanda og óstöðuleikans sem að fylgdi þeim átökum í nærliggjandi ríkjum. Innan bandarísku ríkisstjórnarinnar var metið að til þess að hætta lífi eins borgara frá BNA þyrftu átta milljónir íbúa rúanda að deyja, í heimi þarsem að við erum alin upp við það að meta mannslífið og að allir menn séu frjálsbornir og að þeir séu jafnir öðrum óháð kyni, aldri, þjóðerni, trúarbrögðum, kynhneigð og stjórnmálaskoðunum.
Það er alveg stórmerkilegt hvernig bandaríkjamenn virðast telja íraka vera miklu merkilegri enn íbúa rúanda( þótt að þeir hafi auðvitað á laun stutt RPF í baráttu sinni) og að þeir hafi komið hermönnum, útbúnaði og útbúnaði á staðinn og neitað svo undirmönnuðum, hálfsveltandi og óútbúnum friðargæsluliðum SÞ um hjálp vegna skriffinsku á meðan að írak sem að var að mörgu leyti stöðugt ríki miðað við mörg önnur svæði sem að SÞ hafa reynt að stuðla að uppbyggingu á að þá hafa Bandaríkjamenn þolað tæplega 3000 látna hermenn og 20.000 særða þó og að það er einungis orðinn einn tíundi afþví sem að það var í víetnam enda eru bandaríkjamenn að gera allt öðruvísi hluti í írak og búa einfaldlega á risavöxnum herstöðvum sem að eru litlar ameríkur með mcdonalds og öllu því sem að fylgir.
Persónulega trúi ég því ekki að bandaríska ríkisstjórnin hafi áhuga á að bæta þennan heim né gera morgundaginn að örrugari stað enn gærdaginn, í staðinn eyða þeir t.d. 30x sinnum meira í hernað enn þróunaraðstoð og mikið af henni kemur í formi matargjafa sem að nýtist einungis þeim sem að eru í sárri neyð og er bara skammtímalausn á meðan að bandaríkin neyða ríki einsog haíti til að leggja niður verndartolla og niðurgreitt hveiti frá bandaríkjunum grefur undan öllum marköðum þar.
Bandarísk fyrirtæki höfðu alveg jafnmikilla hagsmuna að gæta í írak fyrir stríð í samningum, olíubraski og öðrum hlutum þegar að saddam var við stjórn og evrópsk fyrirtæki þannig að það dugir lítið að benda bara á annan aðilann.
Á meðan að bandaríkjamenn ráðast inní írak vegna einhverrar leyndrar stefnu sem að ég skil ekki( ég get varla trúað því að einhver með fullu viti búist við því að innrás í írak né íran bæti eitthvað og skapar þegar að upp er staðið einungis fleirri vandamál)
Raunverulega hryðjuverkaógnin er fátækt og það hjálpar engum að heyja stríð með hefðbundnum vopnum í dag því að hryðjuverkaógnin eykst aðeins þannig með hverjum degi( getur litið á öll lönd sem að eru einhver partur af þessari hryðjuverkaógn og bandaríkin hafa öll átt þátt í því að koma valdhöfum á þar með beinum eða óbeinum hætti )
P.s. þessar athugasemdir varðandi Hans Blix, að ísrael sé hlið að vesturheimi og sömuleiðis að helvíti ef að það hverfur er einungis niðrandi fyrir þig sjálfan, ég las nýlega á spjallborði umsögn um erlenda bardagamenn í írak ef að svo má kalla þá og þar var því lýst yfir af frekar ábyrgum heimildum að þeir séu í mesta lagi 10% af þeim sem að eru að valda usla í írak.