Hvað finnst fólk um þessa söfnun sem SkjárEinn var að setja í gang? Ég get
eiginlega ekki gert upp við mig hvort þetta sé sniðugt eða tóm hræsni. Svona
er textinn í auglýsingunni:
VIÐ VITUM AÐ ÞAÐ ER
AUMINGJALEGT AÐ BIÐJA
ÁHORFENDUR UM PENINGA!
Samt ætlum við í þetta eina skipti, áhorfandi góður, að leita til þín.
Í dag hefjum við söfnun til þess að tryggja bjarta framtíð SKJÁSEINS.
Það er hart í ári og við biðjum ekki um lítið. Við biðjum þig að styrkja
okkur um 4.290 kr. eða andvirði mánaðaráskriftar Stöðvar 2 og
tryggja þannig áframhaldandi ókeypis sjónvarp á Íslandi.
—-
Ætlar þú að hjálpa strákunum?