Nú veit ég ekki hverjar þínar persónulegu skoðanir eru. En ef þú vilt vera sannfærandi með lögleiðingu á vændi þá er frjálshyggja líklega besta vopnið. Tala einnig um heildarmyndina, vill fólk búa í frjálslyndu samfélagi eða þar sem ríkið er með óréttlætanleg afskipti af daglegu lífi þegnanna? Haltu þig við þessi rök frjálshyggjunnar, að réttlæta réttinn til þess að stunda vændi án þess að endilega tala jákvætt um vændið sjálft. Um leið og þú reynir að halda því fram að vændið sjálft hafi ýmis jákvæð áhrif, þá munu sósíalistarnir frá hinni hliðinni kaffæra þér.
T.d….
* Ef einhverjir neyðast til þess að stunda vændi þá á frekar að hjálpa þeim félagslega í stað þess að gera það að glæpamáli, rétt eins og fíkn á að vera heilbrigðisvandamál en ekki glæpamál. Á meðan aðilarnir eru ekki þvingaðir þá á ekki að neyða þá til þess að lifa æskilegri lífsstíl.
* Sumir eru á móti áfengi eða allavega að það sé notað sem vímugjafa, án þess að endilega krefjast þess að slíku sé þröngvað yfir aðra með áfengisbanni. Með því að aflétta banni á vændi er ekki endilega verið að hvetja til þess, heldur einfaldlega viðurkenna eignarrétt fólks á eigin líkama.
* Ekki réttlætanlegt að þrönga eigin siðferði yfir tvo (eða fleiri) fullorðna einstaklinga í nafni þess að vernda þá frá sjálfum sér. Eina réttlætanlega frelsissviptingin er sjálfsvörn frá ofbeldi annarra. Þess vegna er augljós munur á því að banna morð/þjófnað/líkamsárásir og að banna “óæskilegar hegðanir” eins og vændi/fíkniefnaneyslu/…
Vona að þú áttir þig á því hvert ég er að fara með þetta og finnir efni á nótum frjálshyggjunnar. Einu aðilar sem þora að gera það að stefnu að aflétta banni á t.d. vændi eða fíkniefnaneyslu eru einmitt frjálshyggjumenn, vegna þess að óháð þeirra persónulegu skoðunum þá viðurkenna þeir frelsið til þess móta eigin lífsstíl óháð því hvort hann sé æskilegur eða ekki, svo lengi sem hann skerðir ekki frelsi annarra.