Já, mig þykir frekar sárt að sjá þetta fólk haga sér svona. Sérstaklega vegna þess að mig fynnst þeir vera að eiðleggja bara fyrir sér en málstaðurinn fynnst mér vera góður. Þar sem ég er alfarið á móti núverandi stóryðju stefnu.
þessar framkvæmdir eru byrjaðar og ekki hægt að snúa aftur fra þessumm púnti..
Málið er að ég lít á mótmæli, sem góða leið til þess að láta ríkistjórnina hugsa sér tvisvar um þegar næst er vaðið er í jafn umdeildar framkvæmdir og eiga sér stað hjá kárahnjúkum.
Það er enginn sem ég veit um sem vill stoppa núverandi framkvæmda stig. Enda er ég ekki að fatta hvað það ætti að bæta úr núverandi umhverfis skaða. (nema náttúrulega að það er ekki enn farið að fylla lónið).
En mig fynnst mestu mistökin vera sú hvað þessi stóra framkvæmd var áhveðin af ríkistjórnini á hálfgerðum handahlaupum. Menn máttu ekkert vera að því að kynna kosti og galla fyrir landsbúum né að skoða afstöðu þeirra fyrir jafn umdeildri framkvæmd og raun ber vitni. Ég hefði þersvegna viljað fá þjóðaratkvæðisgreiðslu. Eftir að menn væru búnir að melta útí hvað menn séu að spá í að farar og hvort markmiðin séu að selja orkuna í hendurnar á stórum erlendum álrisum á útsölu verði. Eða hvort orkan væri notuð í þágu íslensku þjóðarinnar.
hef ekki myndað mér skoðun á kvort ég er með eða móti virkjuninni ennn finnst þetta fólk ekki vera að fá mig til að þykja málstaður þeirra marktækur…
ég er alveg sammála því að hegðun þessara mótmælanda eru til háborinar skammar og er ég persónulega alveg á móti skemmdarverkum eða annarskonar lögbrotum.
En guðaní bænum ekki fara að gera eins og sumir að dæma heila stóryðjustefnu út frá því hvort það séu einhverjir útlendingar að gefa vinnuköllum puttan eða ekki. Það kemur umræðunni ekkert við.
koma til landisins til að mótmæla einhverju sem mér persónulega finnst ekki koma þeim rassgat við eru með læti reikja hass og taka svo fólk í gíslingu.. vill þetta fólk úr landi og það strax…
það skiptir mig egnu hvort að útlendingar séu hérna á íslandi svo lengi sem að þeir haga sér sómasamlega. Og mótmæla á friðsamlegann hátt.
En það að það séu útlendingar sem eru að mótmæla hér á íslandi vegna umhverfismengunar og stóframkvæmda fynnst mér vera gott mál. Umhverfismál er ekkert einkamál íslendinga. Við erum bundin Kyoto sáttmálanns sem núverandi stóryðjustefna er að fara að hundsa þegar samningstíminn er liðinn.