Bjargar Bush lífi Osama bin Laden?
Síðan hryðjuverkin ógurlegu voru framin í Bandaríkjunum í síðustu viku, hefur Bush forseti staglast á því að um hernaðar árás á BNA hafi verið að ræða (Act of war). Og viðbrögðin verði samkvæmt því. En bíðum nú við, samkvæmt þessu eru BNA nú í stríði við árásar aðilina og í stríði gilda alþjóðlegar reglur og sáttmálar sem gerðir hafa verið. Bandaríkjamenn hafa löngum stært sig af því að fylgja þessum reglum út í æsar og segjast ekki vamm sitt meiga vita í þeim efnum. Einn slíkur sáttmáli er Genfar-sáttmálinn sem fjallar um meðferð stríðsfanga. Segjum að þetta sé stríð, náist bin Laden, verður hann stríðsfangi samkvæmt skilgreiningu Bush forseta. Þá má aðeins (samkv. Genfar-sáttm.) spyrja hann að nafni og kennitölu og Bandaríkjamenn verða síðan að geyma hann í fangabúðum á fríu fæði og húsnæði uns stríðinu lýkur. Og það hljóta þeir að gera ætli þeir að vera sjálfum sér samkvæmir. Og vart er við öðru að búast af BNA, ekki satt.