Ég var að enda við horfa á hann og verð að segja að það sem ég lærði í þættinum um nýjustu rannsóknir á kannabis varðandi geðheilsu komu mér á óvart.
Þátturinn, eða réttara sagt heimildaþátturinn, er í kringum þrjú korter að lengd. Hann fjallar ekki um það sem þú heyrir aftur og aftur eins og “kannabis leyðir í harðara efni” eða neitt svoleiðis heldur einungis er einblínt á hvernig það hefur áhrif á geðheilsuna.
Ég ætla ekki að ræða hérna niðurstöðurnar í þættinum þar sem ég get mismælt mig eða verra þannig að ég hvet alla til þess að taka frá u.þ.b. eina klukkustund til þess að horfa á þetta. Þar sem þetta er í opinni dagskrá stendur þetta frammi fyrir öllum.
Ég get verið að fara með rangt mál varðandi hvar þetta er sýnt en ég er svona 95% viss. Það er bara hvergi á netinu hægt að nálgast almenninlegar upplýsingar varðandi framtíðardagskrá í sjónvarpi.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”