Já ólíkt sumum hérna var tilgangurinn ekki að rakka niður lögregluna. En ég er að tala um prinsip. Rétt eins og ég myndi fara til baka í búð ef ég sé á kvittun að þeir hafi rukkað mig 10% meira fyrir vöru. Ekki að því ég sé svona smámunasamur um hverja krónu, heldur af því það er minn réttur sem ég á ekki að hika við að krefjast. Auk þess að því oftar sem afgreiðslumenn fá athugasemdir, því meira passa þeir sig á því að það endurtaki sig ekki.
Sama með lögregluna. Óháð því hvort það sé valdasjúkur einstaklingur eða ekki, þá á maður ekki að leyfa þeim að vaða yfir sig án þess að hafa góða ástæðu til þess. Núna er ég tvítugur og hef heyrt margar sögur frá jafnöldrum um lögreglumenn sem eru með afskipti án þess að hafa ástæðu til þess. Móðir mín sem er fimmtug lendir ekki í slíku, getur það verið vegna þess að hún er fimmtug kona en ekki hópur af tvítugum ungmennum?
Ég vill allavega ekki leyfa lögreglunni að róta í bílnum mínum nema þeir hafi góða ástæðu til þess, t.d. að þeir nefni sérstakann farþega í bílnum mínum sem gæti verið með eitthvað án þess að ég viti af því. En ef ég er með allt á hreinu og efast ekki um sakleysi mitt eða farþega minna, þá nýti ég sjálfsagðan rétt til þess að segja nei. Getur vel verið að þeir séu nice í daglegu lífi, en það er prinsipið að þeir eigi ekki að lýta á það sem sjálfsagðanhlut að leita í bílum hjá hverjum sem er.