Aha ég er með þó nokkrar skoðanir á þessum myndböndum þínum sem sýna háttsettan trúnaðarvin Saddams lýsa því hvað vinur hans (Saddam) gerði við vopnin í Írak.
Ég gerði það sem að þér virðist ómögulegt að gera, ég kynnti mér málið, þennan mann og bókina sem að hann skrifaði og ég komst að ansi merkilegum hlutum.
“He officially retired in 1986 as a 2-star general, but was called back to active service for the 1990 invasion of Kuwait. He claims that he was discharged and imprisoned on February 5, 1991, for refusing to execute POWs and has not been employed in any official capacity in Iraq since then.”
M.ö.o. hann hefur ekki komið nálægt Saddam, eða stjórnmálastefnu hans síðan 1991 og það að halda því fram að hann sé einhver “inside man” og persónulegur vinur Saddams er óheiðarlegt.
“After the 2003 Invasion of Iraq, Sada sided with the US-led government, and served as spokesman for the interim leader Iyad Allawi, and was appointed as National Security Advisor.”
Hann semsagt vinnur fyrir núverandi Íröksku stjórnina og þar af leiðandi vinnur hann fyrir BNA stjórn, þú afsakar það að ég dragi það í efa að hann sé hlutlausasti einstaklingurinn sem gæti tjáð sig um þessi mál. Hann hefur klárlega eigin hagsmuni að gæta, þó að það sé ekki efnahagslega séð þá er það klárlega stjórnmálalega séð.
“Sada, the former Vice Air Marshall under Hussein, appeared the following day on Fox News' Hannity & Colmes, where he discussed his book and reported that other pilots told him that Hussein had ordered them to fly portions of the WMD stockpiles to Damascus in Syria just prior to the 2003 Invasion of Iraq.”
Og svo beint quote frá Sada:
“Well, I want to make it clear, very clear to everybody in the world that we had the weapon of mass destruction in Iraq, and the regime used them against our Iraqi people…I know it because I have got the captains of the Iraqi airway that were my friends, and they told me these weapons of mass destruction had been moved to Syria.”
Hann heldur því ekki fram að hann hafi persónuleg séð þetta eiga sér stað, hann heldur því ekki einu sinni fram að Saddam hafi minnst á þetta. Hann færir fram engar aðrar sannanir en þær að hann hafi heyrt einhverja tala um þetta, menn sem eiga að hafa flogið með vopnin yfir landamærin.
Semsagt, við eigum að taka því trúanlega að þessi maður, sem var ekki í ríkisstjórn Saddams á þessum tíma, átti að öllum líkindum engin samskipti við Saddam eftir '91, sem hvorki sá, né hefur haldbærar sannanir fyrir því sem að hann heldur fram, annað en að fyrrverandi vinir hans úr stríði sem átti sér stað fyrir 15 árum síðan, eigi að hafa sagt honum að þeir hafi flogið með vopn yfir landamærin?
“He serves as the Senior Warden of the St. Georges Anglican Church and as the President of the National Presbyterian Church, both in Baghdad. The former President of the Evangelical Churches of Iraq, Sada is also chairman of the Assembly of Iraqi Evangelical Presbyterian Churches. He has been active in advocating that Iraq was historically Christian in nature, and not Muslim.”
Já, ég er viss um að fyrrverandi vinir hans og menn sem voru enn loyal Saddam, múslimar, hafi verið ólmir í að tjá yfirmanni Hvítasunnukirkjunnar í Baghdad allar þessar upplýsingar.
(Öll quote tekin af wikipedia:
http://en.wikipedia.org/wiki/Georges_Sada)Svo verðum við aðeins að koma að þessari annars frábæru bók sem að hann skrifað ásamt manni sem heitir Jim Nelson Black. Hver er þessi Jim Nelson Black gætirðu ef til vill spurt? Ég skal segja þér hver Jim Nelson Black er, hann er hægri-öfgamaður í BNA sem styður heilshugar við bakið á Bush stjórninni og samkvæmt honum getur hún varla tekið feilspor, hvort sem um er rætt innanríkismál, eða utanríkismál (Íraksstríðið). Ekki nóg með það heldur er hann einn af þessum meisturum og snillingum sem berjast hatrammlega í bandaríska réttarkerfinu til að innleiða svokallað Intelligent Design eða Creationism (þar sem sköpunarsagan er kennd sem vísindagrein samhliða þróunarkenningunni).
Já, þessir gaurar hljóma allavega eins og að þeir hafi engra hagsmuna að gæta og vilji einungis að “sannleikurinn” komi fram.