Ég var að koma frá Ameríku núna nýlega og ég var að ferðast einn þannig að mamma og pabbi settu mig í svona fylgd (voðalega þægilegt, fékk að fara fremst í allar raðir og fyrstur inni flugvélina :D ) hér á íslandi var mér fylgt af stelpu sem vinnur á flugvellinum, hún var voðalega næs og skemmtileg en skildi mig síðan eftir í einhverju herbergi með latabæjar litabókum, kubbum og PS2 sem var ekki tengd við rafmagn :/, þar átti einhver gaur að ná í mig rétt áður en innritunin byrjaði, ég bíð og bíð en aldrei kemur þessi kall sem átti að sækja mig.
Allt í einu kemur einhver kona sem var að vinna á skiptiborði hliðin á mér og segir, “Neihh ert þú ennþá hér, hann hefur bara gleymt að sækja þig!” hún kallar eitthvað í talstöðina og ákveður síðan að fylgja mér sjálf í flugvélina.

Flugferðin var fín, sat hliðin á sætri sænskri stelpu þannig að þetta hefði getað verið verra :D.



Síðan þegar það kemur að því að ég fer heim þá bjóst ég bara við einhverju svipuðu og á Íslandi, að ég yrði bara látinn bíða í einhverju herbergi á flugvellinum, en nei.
Frænka mín fékk sérstakan passa þannig að hún mátti fylgja mér alveg að brottfararhliðinu, þetta var miklu þægilegra því þá gat ég kíkt aðeins í búðir, keypt mér tyggjó og eitthvað snakk til að hafa í vélinni, síðan beið bara maður eftir mér og öðrum krökkum sem voru í fylgd við hliðið og hleypti okkur inn fyrst.

Það var miklu þægilegra að fá að vera með einhverjum sem maður þekkti á flugvellinum en að þurfa að bíða í einhverju herbergi.

Þegar ég kom heim sagði systir mömmu mér að það hefði mátt fylgja svona að hliðinu á Íslandi og annarsstaðar í Evrópu en þetta hafði verið lagt niður vegna þrýstings frá Bandaríkjunum!
Ég spyr, af hverju er þetta leift í Bandaríkjunum ef þeir voru svona á móti þessu á flugöllum í Evrópu sem flugu til BNA?
Við megum allt en þið bara sumt eða ekkert!

http://www.followthelinks.com/uploaded_images/fubush-743901.jpg