Ok, ég sé ekki einfaldleikann við það, en ég ætla ekki útiloka þessa hugmynd.
Ef það sé hægt að tryggja það að viðbragðstími og handbrögð séu fyrstaflokks, án þess að menn þurfa að draga upp veskið sár þjáðir. Þá væri þessi lausn alveg inn í myndini hjá mér.
Það er mikill áróður að heilsukerfi Bandaríkjanna hafi ýmissa galla, þó það sé í raun það besta í heiminum. T.d. það að milljónir séu án sjúkratryggingu. Það sem gleymist hinsvegar að nefna er að meirihluti þeirra eru annað hvort ungt fólk að taka áhættuna (vegna aldurs og hraustleika) eða fólk á milli sjúkratrygginga. Lítill minnihluti þarna sem er fólk sem bókstaflega á ekki efni á sjúkratryggingu. Svo er búin að skapast sú menning í BNA að atvinnurekendur eru oft með sjúkratryggingar inni í kjarapakkanum til móts við laun. Það getur vel verið að einhverjir láti lífið í BNA vegna þess að þau áttu ekki efni á góðri sjúkratryggingu. En heldur þú að allt sé öruggt og fullkomið hérna? Einfalt svar er nei. Það eru ekkert færri hlutfallslega sem eru að láta lífið hérna vegna þess að umhverfið í heilbrigðiskerfinu eru þeim ekki til góðs.
Í Bandaríkjunum fer fólk að meðaltali oftar í læknaheimsóknir og eru líka með helmingi lengri tíma í hverri heimsókn, vegna þess að heimilislæknar eru ekki að kafna í stórum tímalistum. Ef þú greinist með alvarlegan sjúkdóm og þarft að fara í meðferð/aðgerð þar sem tíminn skiptir gífurlega miklu máli, þá þarftu að bíða að meðaltali 5x styttra í Bna en í Bretlandi. Vandamálið hérna á Íslandi rétt eins og í Bretlandi er það að fólk er bókstaflega að láta lífið á biðlistum. Ríkið rekur heilbrigðiskerfi illa að mörgu leiti eins og t.d. að bregðast við breyttum aðstæðum. Einkafyrirtæki getur ákveðið strax í stjórn hvernig eigi að bregðast við, á meðan ríkisheilbrigði þurfa að hafa umræðu í öllu samfélaginu og eyða mörgum mánuðum eða jafnvel árum í að fá nauðsynlegar breytingar. Sem einkageirinn getur brugðist við á nokkrum vikum. Hver vinnandi maður er líklega að eyða mörgum milljónum í heilbrigðiskerfið yfir ævina. Ef þú fengir þessa skattpeninga til baka þá ættir þú auðveldlega að eiga efni á því að skipta því í reglulegar sjúkratryggingagreiðslur. Allir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, af ríkið hættir slíkum rekstri þá breytir það augljóslega umhverfinu þannig að einkaaðilar markaðssetja sig fyrir alla þjóðina en ekki bara efnamikið fólk eins og þegar þeir voru í takmarkaðri samkeppni við ríkið.
Ég er sjálfur greindur þunglyndissjúklingur og ég þekki það af eigin raun hvernig það er að rotna á biðlista á Íslandi. Í nokkur ár hefur verið stanslaust sú staða að það er að mestu bara tekið við neyðartilfellum, bæði hjá börnum/unglingum og fullorðnum. Ef þú ferð upp á geðdeild og segist óttast um eigið líf eða jafnvel að þú gætir skaðað aðra, þá er sett þig samt á 12+ mánaða biðlista. Eina leiðinn til þess að komast strax inn er að reyna að fremja sjálfsmorð eða ráðast á aðra. Algengara í Bandaríkjunum að þú getir einfaldlega mætt á staðinn og fengið strax inngöngu ef þú ert í alvarlegu ástandi. Allir þurfa að borða mat, er einkaaðilum virkilega treystandi til þess að reka matvöruverslanir? Var ástandið eitthvað betra ríkið rak matvöruverslanir? Nei það var margfalt verra! Valmöguleikar voru færri og verðið var helmingi hærra. Frjáls markaður án afskipta ríkisvaldsins er í eðli sínu með virkari samkeppni, sem eykur valmöguleika viðskiptavina og lækkar niður verðið. Af hverju ætti annað að gilda um heilbrigðis- eða menntakerfið? Á ríkið að halda áfram þeim rekstri til þess að “tryggja öllum” lágmarksþjónustu? Á ríkið að hefja aftur einnokun á matvöruverslunum vegna þess að sumir eiga ekki efni á því að kaupa mat? Eða af því að sumir eiga ekki efni á því að versla í Hagkaup og verða að versla í Bónus, sem sumir lýta á sem “misrétti”.
En á móti frelsinu kemur svo að þá fer margfalt meiri ábyrgð á einstaklinginn, og upp á honum komið hvort að hann spilar “safe” eða ekki.
Þessi hugsjón mín gildir sama hvort það hefur jákvæð eða slæm áhrif á samfélagið. Þetta er grundvalalrhugsjón að hver og einn beri ábyrgð á eigin lífi. Að einhver annar fari illa með frelsið sitt og skaði sjálfan sig er ekki réttlætanlegt til þess að skerða mitt frelsi af því “það er mér fyrir bestu”. Ég ber ekki ábyrgð á hegðun annarra, ég ber bara ábyrgð á sjálfum mér.
Hver ætti að borga mér slysakostnað og 5 milljónkróna Patrolinn (ef ég ætti slíkt) ef að Palli sluggsi myndi dúndra í hliðina á mér ótryggður???
Sá sem keyrði á þig, senda honum reikninginn. Ef hann getur ekki borgað reikninginn og er ekki til þess að semja um reglulegar greiðslur þá er sjálfsagt að það verði réttað yfir honum af dómsstólum fyrir lögbrot. Það er sjálfsagt að allir beri ábyrgð á því þegar þeir skaða aðra, hvort sem það sé líkamlega eða fjárhagslega. En það réttlætir samt ekki að ríkið ákveði fyrir mann hverskonar tryggingar verði að hafa og þvingi mann til þess að fylgja því eftir. Kannski á ég nóg af peningum inni á sparibók og vill taka áhættuna? Þar sem ég treysti sjálfum mér til þess að eiga efni á því.
En auðvitað átt þú að eiga rétt á því að fá bætur frá þeim sem keyrði á þig, þó að hann hafði ekki tryggingar. Ef hann var svo heimskur að hafa engar tryggingar þá er réttlætanlegt að skerða laun viðkomandi eða yfirtöku á eignum þanga til hann er búinn að greiða upp kostnaðinn. Annars get ég lofað þér því að flestir myndu fá sér allavega lágmarkstryggingar þó það sé ekki þvingað í gegnum landslög. Fjölmiðlar myndu örugglega fjalla um þau fáu dæmi þar sem fólk tók áhættuna og varð jafnvel gjaldþrota, sem eru sterk forvarnarskilaboð.