Í Palestínu er það hreinlega kennt. Tónlistarmyndbönd og námsefni sem fegra sjálfsmorðsmorðingjann. Hann er poppstjarna þarna, svipað og fótboltastjarnan er í Evrópu. Sá sem nær að framkvæma sjálfsmorðsárás er öruggur með að komast til himnaríkis, foreldrar gleðjast yfir dauða barna sinna vegna þess að þau trúa því að þau hafi farið beint til himnaríkis fyrir verknaðinn. Seinustu vikuna hafa verið stöðvaðar þrjár sjálfsmorðsárásir í Ísrael, þar sem sprengjumenn voru gómaði á götum úti með sprengju innanklæða.
Ég held að það mælist varla í prósentum í nágrannaríkjunum, þar að segja þegar kemur að sjálfstæðum sjálfsmorðsárásum. Þar treystir fólkið frekar á að stjórnvöld sjái um að standa í stríðum og óbeinum hryðjuverkum (t.d. eins og Íran og Sýrland gera í gegnum Hezbollah). En líklega eru milljónir samt sem áður sem styðja það án þess að taka beinan þátt í því. Svo já þetta er kannski fyrst og fremst í Palestínu. En prósentan þar er örugglega miklu hærri en 15%. Við erum að tala um að þjóðin skiptist í tvær fylkingar, þá sem fylgja hryðjuverkasamtökunum Hamas og þá sem fylgja Fatah. Vandamálið við hinar milljónirnar er fyrst og fremst ef að beint stríð brýst út. Arabaþjóðirnar hafa reynt að útrýma Ísrael og gætu alveg haft það á borðinu að reyna aftur.