EF þú leitar til trúarbragða eftir svörum við spurningum sem við munum að öllum líkindum aldrei fá svör við þá ertu bara einfaldlega að giska. Það er nákvæmlega enginn lógískur grundvöllur til staðar fyrir þessa trú. Þú bara þakkar fyrir að hafa verið svo heppin/nn að hafa fæðst á réttum stað, á réttum tíma og í réttum trúarbrögðum, og trúir því að þinn guð sé til……bara afþví bara.
Ég er trúleysingi í þeim skilningi að ég neita að trúa á eitthvað ef það er nákvæmlega ekki neitt sem bendir til þess að þetta sé yfir höfuð til. Ég get að sjálfsögðu ekki sagt að ekki sé til neitt æðra vald því þá væri ég kominn út fyrir mitt svið. Það er margt í okkar heimi sem við skiljum ekki, og munum líklegast aldrei skilja, og tilvist æðra máttarvalds er eitthvað sem gæti, tæknilega séð, verið til, en á meðan það er ekkert sem bendir til þess að það sé rétt þá neita ég að trúa á það. Þó að þetta æðra vald væri til myndum við samt ekki hafa nokkra ástæðu til að trúa á það, þar sem við myndum ekki vita hvað þetta væri eða hvernig þetta virkaði. Við myndum ekki einu sinni vita af tilvist þess.
Tony Blair *gæti* verið geimvera. Það er ekki einn einasta maður hérna inni sem getur afsannað það, og ég efast um að nokkur maður hérna inni trúi því að svo sé. Og afhverju ekki?