http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1211213
Hvað finnst ykkur um það?
Vonandi er hann ekki hóra sjálfsæðisflokksins
Ungur embættismaður nýr lögreglustjóri í Reykjavík?
Stefán Eiríksson
Umsóknarfrestur um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins er runninn út og tilkynnt hefur verið að umsækjendur séu tveir: Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri í Rvík og Stefán Eiríksson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu.
Hvor verður ráðinn? Augljóst er að Stefán verður fyrir valinu. Hann er náinn samstarfsmaður og trúnaðarmaður Björns Bjarnasonar ráðherra og hefði varla sótt um stöðuna nema vera nokkuð viss um stuðning veitingarvaldsins.
Þeir sem ekki átta sig á hvern um er að ræða þegar þeir heyra nafn Stefáns, þá er hann sá sem Sólveig Pétursdóttir lét að mestu um að svara fyrir sig í fjölmiðlum í tengslum við heimsókn forseta Kína hingað til lands.
Flestir frjálslyndir menn á Íslandi hljóta að telja það mál hafa verið eina mestu hneisu sem stjórnvöld hafi staðið að á síðari árum. Fangabúðir á Reykjanesi, ólöglegt samstarf við kínversku leyniþjónustuna, þvinganir gegn íslensku flugfélagi og hindrun á ferðum saklauss fólks - allt eru þetta skammarlegar aðgerðir sem Stefán þessi Eiríksson, næsti lögreglustjóri okkar Reykvíkinga, var látinn í að verja og átti hugsanlega drjúgan þátt í að skipuleggja.
Gangi þetta plott eftir og Stefán verður leppur Björns í lögreglustjóraembættinu í Reykjavík losnar um leið feitt embætti skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu.
Vísir menn sjá fyrir sér að þangað fari bloggarinn andríki, aðstoðarmaður ráðherrans, Þorsteinn Davíðsson, Oddssonar Seðlabankastjóra. Ekki er það þó víst.