Þú setur þig semsagt í spor fórnarlambanna… það er bara góður hlutur og þú átt hrós skilið fyrir það, en ég er með eina spurningu handa þér.
Ef þetta hefði gerst í Japan, t.d. í Tókíó, hefðirðu hugsað jafnt mikið út í þetta? Ef þetta hefði gerst hinum meginn á hnettinum?
Ég held að samúðin og reiðin sem fólk finnur fyrir sé vegna þess að þetta er að gerast í hinum vestræna heimi sem er okkar “hluti” af þessari litlu plánetu, það er að segja sá hluti hennar sem við erum í sem mestum menningarlegum og fjölmiðlalegum tengslum.
Ég man þegar jarðskjálftar riðu yfir Japan fyrir nokkrum árum og einhverjir TUGIR ÞÚSUNDA létust og fleiri slösuðust, þá hugsaði ég með mér “Vá, þetta er hræðilegt” svo kom næsta frétt. Ég hugsaði ekkert svo mikið um þetta því þetta var svo fjarlægt…
Eftir atburði þriðjudagsins þá fann ég hvernig þeir tóku á mig og ég hugsaði með mér að verri hlutir hefðu gerst, ekki til að gera lítið úr atburðunum, það er bara satt að verri hlutir hafa gerst við hugsum bara minna út í þá.
Svo minnti fréttaflutningur frá New York mig á styrjaldarástand, byggingar í rúst og fólk hlaupandi slasað undan ógn… og þá skall það á mig!
Djöfulsins HRÆSNARAR erum við, þetta er nokkuð sem við sjáum í hverjum einasta kvöldfréttatíma gerast annars staðar á hnettinum, þar sem ofan á er bætandi hungursneyð og fátækt… afhverju tökum við það ekki jafn nærri okkur?
Kveðja, Pixie.
Æi, þú hefðir nú allveg geta sleppt því að spurja mig þessara spurningar. Ég er búin að fylgjast með Huga í langan tíma eftir þessar árásir og hugsaði með mér “djöf.. ekki nenni ég að standa í svona rifrildum”. En því eru allir hér í eitthverjum óþolandi rifrildisham og það gerir mig pirraðan. Þótt að ég segist hugsa um hvernig þetta var fyrir fórnarlömbin þá þýðir það ekki að ég hugsi ekki hvernig þetta er fyrir fórnarlömb annara hamfara. Þú hefur engan rétt til að stimpla mig þannig, sem þú gerir með þessarir spurningu! Sumir myndu segja “þetta er nú einföld spurning, rólegur!”, fólki er guðvelkomið að spurja mig spurningu, en ég sé alveg tilgangin í þessari spurningu hjá þér.
Ég trúi ekki því að fullyrðing mín að “alveg til í að hjálpa Bandaríkjunum á allan þann hátt sem Ísland getur hjálpað þeim” setji mig í flokk manna sem vilji slátra heilum þjóðum og trúarflokkum! Ég er nefnilega búin að taka eftir spjallþráðunum þar sem þú og aðrir eru í hörku rifrildum við þá sem vilja slátra fólki. Ég er sammála ykkur, það er ósanngjarnt að hoppa á eitthvern palestínumann á Laugarveginum og ráðast á hann fyrir hryðjuverkaárásirnar. Ég held nefnilega að þú misskiljir mig með bréfi mínu til Jongretar og haldir að ég sé í sama flokki og þeir. Það er ég ekki.
Í guðana bænum öll hér á huga, hættum að vera í þessum árásarham og ráðast á alla þá sem reyna að hugsa rökrétt og er einfaldlega að reyna að tala á rólegum og rökfullum hætti!
Ég farin að horfa á hið “illa” CNN, og ég held áfram að finna til með öllum sem þjást, líka Bandaríkjamönnum og Palestínumönnum.
Kveðja
Krosshol
ps. svar við spurningunni, já ég hefði hugsað jafn mikið um þetta.
0
Rólegur!
Ég var alls ekki að reyna að stimpla þig eins og þú heldur…
Þú ert að lesa OF mikið á milli línanna hjá mér, ég er ekki að reyna að byrja eitthvað rifrildi hérna, ég skrifaði þennann póst meira að segja áður en ég dembdi mér í Deigluna og fór að taka upp hanskann fyrir minnihlutahópa, sem eru eins og er undir miklu aðkasti hér sökum þess að fólk hugsar ekki áður en það tjáir sig.
Ekki taka þetta nærri þér, þetta var engann veginn meint eins og þú hélst.
Kveðja, Pixie.
0
Þá er allt í góðu. Maður hefur bara lent í svo mörgum leiðinlegum rifrildum á hinum og þessum spjallrásum, að ég satt best að segja forðast að tjá mig mikið á þeim. Ég væri meira til í að rífast í fólki í persónu, en þegar það er svona skrif dót sem maður þarf stanslaust að logga sig inn á til að fylgjast með, jakk. Ekki minn smekkur :) Annars er gaman að spjalla á Huga þegar það er rólegt umræðuefni.
Kveðja
Krosshol
0