Það er eitt sem ég tók eftir.
Í fréttum fyrst var talað um vélina sem lenti á jörðinni sem fimmtu vélina. Það var alltaf talað um 5 vélar í byrjun. Þetta var ekkert leiðrétt eftir á heldur er núna bara talað um þessar 4 vélar sem brotlentu. Það litla sem ég veit um þessa núna ónefndu vél er að þetta var önnur United vél og það var vitað um hana. Var hún sprengd af bandaríkjamönnum sjálfum og vilja frekar segja frá því þegar allt er ekki í svona messi???
En að öðru.
Munið líka að rúmlega hálftíma eftir að fyrri vélin sprakk var búið að loka öllum flugvöllum og brúm. En hinsvegar var ekki ljóst að hér væri um hryðjuverk að ræða fyrr en eftir að seinni vélin fór niður 18 mínutum seinna. Amk ekki opinberlega. Það þýðir að öllu var lokað á rúmlega korteri!!!! Mér finnst það mjög stuttur tími og vísbending um að bandaríkin hafi vitað að eitthvað ætti eftir að gerast þótt þeir hafi bara ekki vitað hvar og hvenær. Sem gæti skýrt fund sem haldin var á Keflavík í gær með öllum hershöfðingjum NATO.
Þetta er ekki einhver conspiracy theory en samt þá var þessi fundur haldinn og öllu var lokað á mettíma. Mér þykir líklegt að þeir hafi vitað að eitthvað GÆTI gerst en auðvitað er ekki hægt að lýsa yfir opinberlega að stjórnin sé hrædd um massiva attack einhverstaðar einhvertíman.