Ókei, það er bara staðreynd að næstum því allir hafa prófað að drekka áfenga drykki, eins að mjög margir reykja. Af hverju þetta gerist? Það er ef til vill auglýsingum að kenna, en það sem að ég held er að það þurfa ekki endilega að vera neinir fjölmiðlar sem að auglýsa það að það er drukkið og reykt. Fólk veit þetta, grunnskólakrakkar vita þetta, jafnvel litlu krakkarnir á leikskólunum setja tannstöngul upp í munninn og þykist vera að reykja, og finnst það flott, unglingar fikta sig áfram og síðan er bara spurning um hvort að þetta sé orðið ávanabindandi eftir tvítugt. Ef að þið haldið að þetta sé ALLT fjölmiðlum að kenna, athugið hvort að þið sjáið fólk úti að reykja eða drekka, er það ekki annars það sem að auglýsir???