Fangelsisvist er náttúrulega bæði refsing (frelsissvifting) og einangrun (fjarlæging afbrotamanns úr samfélaginu)
Fyrir sumum þolendum er vistinn líka notuð sem hefnd gegn geranda, þó kalla flestir það réttlæti.
Ég tel að vistinn sé góð á þá vegu að frelsissvifting er flestum tilfellum nóg til að fólk brjóti af sér, náttúrulega ekki algilt.
Einangrun, eins og hún er skilgreind hér fyrir ofan, er sem er í sjálfu sér góð en er ein og sér ekki nóg, ég trúi því að í fangelsi eigi endurhæfing að eiga sér stað svo að fanginn getir komið út í samfélagið sem virkur borgari.
Aðalrökin gegn endurhæfingu er kostnaður við það.
“afhverju eigum við, heiðarlegu skattborgarnir að greiða með okkar skattpeningum endurhæfingu/menntun glæpamanna”
Þetta er eitthvað sem maður hefur heyrt marga segja.
Ég hugsa þetta þannig að ef að við gerum ekkert þá fer fólk inn í steininn, hefur ekkert til að bæta sig, ekkert til að stefna að, þá kemur það út aftur og leitar beint aftur í sama farið, brýtur aftur af sér og lendir í steininum aftur.
Við þetta eykst kostnaður við löggæslu, dómskerfið og fangelsisrekstur.
Ég er búinn að bulla nóg í bili.