í fyrsta lagi þá er verið að gefa landið erlendum stórfyrirtækjum sem fá skatta afslátt og þurfa ekki að borga mengunargjald eins og annarsstaðar í heiminum. Þau mega menga nánast eins mikið og þau vilja vegna KYOTO-undanþágu íslendinga. Kárahnjúkavirkun er ekki arðbær. Væri venjulegt fyrirtæki að brask í þessu væri ekki farið út í þessar framkvæmdir þar sem að arðsemi hennar er ekki nægjanleg. Þetta er bullandi pólitísk ákvörðun þar sem heimakjördæmið skiptir öllu en ekki velferð almennings.
Kárahjnúkavirkjun var versti kostur af möguleikum til virkjunarframkvæmda með tillit til efnahags og umhverfissjónamiðum. Það voru margar aðrar virkjanir sem voru hagkvæmari og minna umhverfisrask yrði, en álverðið á að koma í kjördæmi Valgerðar Sverrisdóttur svo að allir aðrir hagkvæmari og betri virkjunarkostir voru ekki tekninr til greina.
Auðvitað eru margir á móti álverum fyrir sunnan og til dæmis má nefna Þjórsárver sem hefur verið þyrmt í bili. Hinsvegar verða ekki eins slæm áhrif á umhverfið þegar að notast er við jarðvamann sem er miklu betri lausn á orkuvandamálum en því miður er ekki neinn jarðvarmi á Austurlandi.
Auðvitað er engin á móti uppbyggingu á Austurlandi en þegar að öll íslenska þjóðin verður skuldsett næstu kynslóðir þá mætti kanski hugsa sinn gang. Hversu mörg störf hafa glatast í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, nýsköpun og hátæknistörfum vegna virkjunnarinnar? Þau eru orðin fleirri en munu vinnast með þessu blessaða álveri.
Hvað á að gera í staðinn fyrir álver spyrð þú, Hversu ímyndunarlaus þarf maður að vera til þess að búa fyrir austan? Gamlir Austfyrðingar hafa sagt í fjölmiðlum að þeir séu búnir að bíða í 30 ár eftir álveri á Austfjörðum. Kommon. Í stað þess að reyna að gera e-ð sjálfur þá á bara að bíða eftir ríkinu og þeir eiga að redda öllu, hvernig væri að gera þá e-ð sjálfur í stað þess að sitja bara á rassgatinu?
Fyrir nokkrum árum var komið á fót sjóð sem hét Auður í krafti kvenna eða e-ð álíka sem að hafði það fyrir markmið að gefa konum í frumkvöðlastarfi kost á því að fá styrk til að stofna fyrirtæki. Yfir hundrað störf sköpuðust úr litlum sjóð. Þetta var góð hugmynd sem að mætti framkvæma á svipaðan hátt. Hversu miklu fé er varið í markaðssetningu á íslandi í útlöndum? varla neitt. Byrja mætti að kynna landið, kynna austfirði fyrir útlendingum. Koma upp betri ljósleiðara til íslands svo að við getur boðið hátæknifyrirtækjum viðunnandi aðstöðu. Boðið hátækni og nýsköpunarfyrirtækjum skattaafslátt eins og Al-cóaida er boðin hér. Hafa einhvern hvata fyrir fyrirtæki að hafa stöðvar sínar úti á landi. Styrkja minni iðnað eins og ALPAN var, iðnað sem er ekki frumframleiðandi. Nýta betur afurðir fisksins, elda hann og pakka saman og selja dýrara. Hrogn eru t.d. seld til DK fyrir slikk en síðan kaupum við kavíar úr sömu hrognum á margfalt hærra verði. Þá mætti einnig fjárfesta í Háskólanum, sem að er by the way fjársveltur, því að fjárfesting í námi íslending er miklu betri fjárfesting en nokkur önnur virkjun á hálendinu.
Möguleikarnir eru ENDALAUSIR ef að fjármagn er í boði. Fjármagnið virðist vera í boði þar sem að Ríkið er að eyða yfir 100. milljörðum í þetta. Einungis brotabrot af þessu fjármagni þarf að verja til þess að sjá árangur.
Ekki hef ég séð CCP, Össur eða MAREL vera tína fjallagrös eða vera flytja aftur í torfkofa, þannig að möguleikarnir eru endalausir.
kv.