Ég var af einhverjum ástæðum að glugga í biblíuna, sérstaklega í Mósebækurnar, þar fann ég margt sem kom mér á óvart. Ég nenni semt persónulega ekki ða fara út í neinar svaka Íslam-Kristni eða biblíuumræðu, langaði bara að benda á. Annars nennti ég ekki að lesa alla kaflana, bara fyrirsagnirnar og eitthvað úr þeim áhugaverðustu, þanig að ég ætla ekki að koma með endalausar tilvitnanir á ensku.

II.Mósebók, byrjar á því þegar móse ætlar að bjarga gyðingum frá Egyptalandi og eru þá kaflarnir:
-Fyrsta plágan: vatn verður að blóði,
-Önnur plága: froskarnir,
-Þriðja plágan: mýbitið,
-Fjórða plágan: flugurnar,
-Fimmta plágan: fjársýkin,
-Sjötta plágan: kýlin,
-Sjöunda plágan: haglið,
-Áttunda plágan: engispretturnar,
-Níunda plágan: myrkrið,
-Tíunda plágann: frumburðir deyddir,
Þannig að guð sýnir enga miskun, þetta bitnar ekki einu sinni á faraó heldur nær engöngu þegnunum

í 27. kafla: Um brennifórnaraltarið, forgarðinn og olíuna
í 29. kafla: Um hina daglegu brennifórn
í 1. kafla III. mósebókar: Um brennifórnir
í 2. kafla: Um matfórnir
í 3. kafla: Um heillafórnir
í 4. kafla: Um synafórnir
í 5. kafla: Um sektarfórnir
í 6. kafla: Frekari fyrirmæli um brennifórnir, matfórnir og syndafórnir
í 7. kafla: Enn um syndafórnir og heillafórnir
Þannig að það er Guði þóknanlegt að fórna ;)

í 12. kafla er talað um sængurkonur. (ekki bein tilvitnun) Ef kona elur sveinbarn skal hún halda sig heima í 33 daga og má ekki koma í helgidóm á meðan á þeim tíma stendur, ef hún elur meybarn á hún að halda sig heima í 66. daga.

Í 13. og 14. kafla er talað um hvernig meðhöndla beri líkþrá, eða holdsveiki.

15. kafli heitir: Um rensli(sýkingu í sári), sáðlát og blóðmissi(blæðingar), þessi hafli er um að maður eigi ða þvo sér ef maður snesti hlut sem maður með sýkingu hefur snert og þvo föt sín, og ef einhver með sýkingu snertir leirskál skal hún brotinn en tréská þveginn.
Fannst svolítið sniðugt að þetta væri nefnt í Biblíuni: “Nú lætur einhver sæði og skal hann lauga allan líkama sinn í vatni vera óhreinn til kvelds. Og hvert það fat eða skinn, sem sæði hefur komið á skal þvegið í vatni og vera óhreint til kvelds. Og leggist maður með konu og hafi samfarir við hana þá skulu þau lauga sig í vatni og vera óhrein til kvelds.”

17. Hvar fórna skuli. Bannað að neyta blóðs.
Meira um fórnir

Síðan kemur 18. kafli, en hann heitir “Um hjónaband og skírlíf”
6 "Enginn yðar skal koma nálæt nokkru skyldmenni yðar til að bera blygðan þeirra; eg er Drottinn. Þú skallt eigi bera blygðan föður þíns og blygðan móður þinnar; hún er móðir þín…..Eigi skallt þú bera blygðan konu bróður þíns; það er blygðan bróður þíns. Eigi skalt þú bera blygðan konu og dóttur hennar…..
Og eigi skalt þú koma nærri konu til að beraa blygðan hennar, þá er hún er saurug af klæðaföllum (á blæðingum)………Og eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri; það er viðurstygð. Þú skallt ekki eiga samlag við nokkra skeppnu, svo að þú saurgist af. Né heldur skal kona standa fyrir skepnu til samræðis við hana; það er svívirðing
Saurgið yður ekki með nokkru þvílíku, því að með öllu þesssu hafa heiðingjar saurgað sig, sem eg mun reka á brott undan yður….."


Þannig að það er viðurstygð að leggjast með öðrum karlmanni en bara svívirðing að hafa samfarir við dýr….

IV. Mósebók

Það er nokkru sinni minnst á herbúðir
2. um skipun herbúða
5. Um óhreina menn í herbúðum. Um bætur fyrir ragfengið fé. Um konu, sem grunuð er um hórdóm.

Síðan heitir einn kaflinn “Um brottrekstur landsbúa og skifting landsins”
Og Drottinn talaði við móse á Móabas heiðum viðJordan, gegnt Jeríkó, og sagði: Mæl þú til Ísraelsmanna og seg við þá: þegar þeir eru komnir yfir jórdan inn í Kanaanland, skuluð þig stökkva undan yður öllum íbúum landsins og eyða öllum myndasteinum þeirra; þér skuluð og eyða öllum steyptum líkneskjum þeirra og leggja fórnarhæðir þeirra í eyði; og þér skuluð kastaeign ykar á landið og festa byggð í því, því ykkur hef ég gefið landið til eignar…
Ástandið í Ísrael…

Í V. Mósebók er aftur minnst á að hrekja fólk í burtu:
7. “Íbúum landsins skal stökt burt og heldistaðir þeirra eyddir”
"Þegar Drottin, Guð þinn, leiðir þig inn í landið, sem þú heldur nú inn í, til þess að taka það til eignar, og hann hefur stökt burt undan þér mörgum þjóðum: Hetítum … … … … … …, sjö þjóðum sem eru fjölmennari og voldugri en þú og Drottinn Guð þinn gefur þér vald þitt og þú sigrast á þeim, þá skallt þú gjör eyða þeim; þú skalt eigi gera sáttmálavið þær né sýna þeim vægð….

21. “Um morð er eingin veit hver framið hefur”
Hérna stendur að ef einhver hefur verið myrtur og eingin veit hver myrti á að finna út hvaða borg er næst. Öldundar þeirrar borgar eiga að fara með naut í dal sem í er hreinn lækur og í dalnum má ekki vera búið að sá né yrkja. Öldungarnir skulu brjóta háls nautsins yfir vatninu, síðan skulu þeir þvo heldur sínar yfir nautinu og segja "Vorar hendur hafa ekki úthellt þessu blóði og augu vor hafa ekki séð það. Fyrirgef, Drottinn, lýð þíum Ísrael, er þú hefur leyst, og lát ekki lýð þinn Ísrael gjalda saklaus blóðs!

Meira um hernað:
20. hernaðarreglur
í 21. Um herteknar konur, réttindi frumgetins sonar
23. Um það hverja skuli útiloka úr söfnuði Guðs, og um að saurga ekki herbúðirnar.
…Þú skalt og hafa afvikinn stað fyrir utan herb úðirnar, þangað skallt þú fara erinda þinna; og þú skallt hafa spaða í tækjum þínum, og er þú þarft að setjast niður úti, þá skallt þú grafa holu með honum, moka því næst aftur yfir og hylja saurindin. Því að Drottin, Guð þinn, er á gangi um herbúðirnar….
S.s. vissast að gera stykkin sín í holu og grafa aftur yfir svo að Guð stígi ekki í einhvern saur á gangi sínum um herbúðirnar =D

Jæja, ég nenni þessu ekki lengur, var aðeins lengra en ég hélt, en nú jæja. Vona að það séu ekki margar stafsetningavillur og ég biðst þá afsökunar á þeim sem eru.