Ok :) bara svo þú vitir, þá kann ég að meta þessa umræðu. Ég er alls ekki að reyna að vera dónalegur, og ef ég virðist vera með einhverja stæla þá bið ég þig um að taka því ekki illa, það er bara til “skrauts”. Ég er bara að “gamna” mér. En já, on with it:
Sko, kristið fólk er auðvitað mjög misjafnt, en ég skil samt ekki alveg hvað þú ert að tala um að við veljum eitthvað, Gamlatestamentið segir margt sem er svo útfært á annan hátt í því Nýja, en sem dæmi um það má nefna það þegar mennirnir komu með konuna til Jesús, sögðu honum að hún hefði drígt hór og spurði hvort ekki ætti að gríta hana. Hann sagði þeim sem væri syndlaus að kasta fyrsta steininum.
Margt í þessum dúr sýnir breytt viðhorf Biblíunar á hluti eins og t.d. refsingu. Í gamlatestamentinu er mönnum bannað að borða svínakjöt, í því nýja er svo allur matur lýstur hreinn, þetta er aðeins ætt dæmi af mörgum þar sem hlutirnir eru færður út á annan hátt í nýjatestamenntinu.
Við hötum syndina, en við elskum syndgarann, sama hvað hann nokkurtíman gerir, það allavega segir Biblían okkur og reynum við þessveggna að gera það. Svipað er með hommana og lespíurnar, mér finnst ógeðslegt það sem þau gera, en mér finnst þau langt frá því að vera ógeðsleg, ég set mig ekki á neitt hærri stall heldur en þau, ég syndga líka, ég er ekkert betri manneskja. Enginn maðru í samfélaginu er ofar öðrum í augum Guðs, hvort sem hann er trúaður eða ekki, hann ber kærleik til allra.
Það sem ég er einfaldlega að reyna að gera hérna er að benda á trúverðugleika Biblíunnar, eða skort þar af. Það sem ég er ó svo kurteislega að benda á er að biblían, sem þið segjið að sé orð Guðs, inniheldur fullt af köflum sem þið farið bara alls ekki eftir. Er þetta ekki orð Guðs? Afhverju eru sumir kaflar bull á meðan aðrir eru þess virði að lifa eftir? Hverjir eru bull? Hverja ættiru að lifa eftir? Hvernig veistu hvað er bull og hvað ekki? Giskaru?
Guð skapaði himinn og jörð á 6 dögum, ertu að segja mér að hann geti ekki skrifað bók?
En já, gaman að þú skulir nefna samkynhneigða. Afhverju er samkynhneigð synd? Afhverju mega tvær manneskjur af sama kyni ekki tjá ást sína? Afþví að Guð segjir það? Sjáðu til, þetta er ein af þessum reglum sem kristinn trú setur í þann eina tilgang að setja reglur.
Þú lifir lífi þínu eftir því sem þessi ”óskeikula” bók segjir þér, bara afþví að hún segjir þér það. Aldrei er þér boðið upp á nokkra skýringu á því afhverju tiltekin fyrirbæri eru synd, þau eru það bara. Þér er lofað inngöngu í höll Guðs almáttugs ef þú hegðar þér vel, og eins og góður lítill kristinn maður þá fylgiru eftir hugsunarlaust. Afþví að þér líður bara betur ef þú trúir því að einhver sé þarna uppi að fylgjast með þér, og að þú getir gert gott bara með því að fylgja textum Biblíunnar. Setur smá tilgang í lífið, ey?
Já, ég verð líka að vera ósammála þessu, afhverju helduru að kristið fólk stúderi Biblíuna, ransaki hana alveg í gegn, skoði gang lífsins og jafnvel vísindi og í tengslum við trúnna? Að sjálfsögðu viljum við komast að leyndardómum lífsins, við hinsvegar gerum það ekki á sama hátt og þið (ættla hér að setja þig í flokk þeirra sem ekki trúa, þú afsakar ef ég er að gera rangt). Kristna fólkið leitar á vit andlegra hliða, sálfræði og heimsspeki. Þróun á sér stað, það er staðreynd, Kristnir vísindamenn trúa því hinsvegar að jörðin hafi verið sköpuð og hún svo þróast yfir í það sem hún er núna á 6000 árum, á meðan Darwin og félagar setja fram ýmsar kenningar um hvað hafi gerst, Big Bang kanski sú stærsta. Veit ekki betur en að Kristið fólk hafi staðið fyrir hvað mestu framförum í sögu heimsins, Newton og félagar, heimildir herma að þetta hafi allt verið rammtrúaðir menn, voru þeir valdar að stöðnun? Nýlendumenn í Bandaríkjunum voru einnig Kristinnar trúar, í því þjóðfélagi hefur átt sér stað ein mesta framför í heimi, allt byggt á kristnum gildum og fólki.
Ok, málið er þetta. Vísindi snúast um það að finna út hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Niðurstöðu er náð eftir miklar rannsóknir á efninu. Rannsóknirnar sjálfar eru hlutlausar, þ.e. þær eru ekki að reyna að sanna t.d. að Guð hafi rétt fyrir sér. Þú getur ekki verið vísindamaður ef allar þínar rannsóknir eru gerðar samhliða Biblíunni. Þú verður að byrja á byrjun, horfa á hlutina nöktum, hlutlausum augum. Vísindi eru tilgangslaus ef þú veist hvort eð er að ofurmennið hafi skapað jörðina og allt sem á henni finnst. Kristnir vísindamenn geta ekki ætlast til að uppgötva leyndardóma lífsins ef þeir reikna með því að sköpunarsagan sé sönn (Að trúa á sköpunarsöguna er btw eitt það óvísindalegasta sem nokkur vísindamaður getur gert, þar sem grunndvallaratriði allra vísindagreina sýnir fram á að eitthvað allt annað hafi skeð.) Kristni er það sem þér finnst að heimurinn ætti að vera, ekki það sem hann er í raun.
Ég get vel skilið það ef fólk trúir á æðra vald (Þótt ég geri það ekki sjálfur) en að fylgja ákveðinni trúarstefnu, ákveðnu dogma, sem er svo greinilega búið til af mönnum, finnst mér persónulega útí hött. Við erum að sjá trúarbrögð spretta upp fyrir framan nefið á okkur jafnvel í dag. Trúarbrögð eru búin til af mönnum, og mér finnst magnað að við getum setið hjá og fylgst með dæmum um slíkt gerast allt í kringum okkur án þess að átta okkur á því.
Ekki segja mér að mestu framfarirnar hafi verið gerðar af kristnu fólki. Hefði kirkjan fengið að ráða þá hefðu hugmyndir kópernikusar og Galíleós (Sem stönguðust á við Biblíuna) verið kæfðar í fæðingu.
Bandaríkin eru ekki byggð á kristnum gildum, og þótt þau væru það þá myndi ég ekki monta mig af því ef ég væri kristinn. Upphafsmenn þessa ágæta lands og höfundir stjórnarskrárinnar trúðu vissulega á einhverskonar guð, en þeir voru langt frá því að vera kristnir.
http://en.wikipedia.org/wiki/DeistÉg bara skil ekki hvernig þú færð þetta út? Fyrir hvað lifir þú eiginlega? Þú ert s.s. búinn að komast að tilgangi lífsins og ákveða að það sé ekki eitthvað sem kristin trú gæti nokkurtíman veitt þér? Mér finnst lífið best þegar mér líður vel, og mér líður aldrei betur heldur en þegar trúin mín er sem sterkust. Hvað er það hugsanlega sem gæti verið meiri tilgangur með lífinu heldur en að láta sér líða vel og hafa gaman að því? Trúin færir mér allt þetta og svo mikklu mikklu meira, hvernig getum hún komið í veg fyrir að ég upplifi tilgang lífsins?
Nei, ég hef ekki uppgötvað tilgang lífsins, því fyrir trúleysingjann þá er hann ekki til. Ef ég trúi því ekki að ég hafi verið skapaður af æðra valdi, þá trúi ég því náttúrulega ekki að ég hafi orðið til í einhverjum ákveðnum tilgangi. Við erum fjölfruma einingar sem hafa bara náð þangað sem við erum í dag með hjálp þróunar, málið er bara að gera eins gott úr því og mögulegt er. Tilgangslausar siðareglur kristninnar kemur í veg fyrir að við getum fyllilega notið okkar. Með kristni (eða bara skipulögðum trúarbrögðum yfirhöfuð) fylgir tepruskapur sem hindrar fólki í að gera það sem það vill í rauninni gera. Kynlíf hefði aldrei getað orðið jafn mikið taboo og það var (og er) ef ekki hefði verið fyrir kristni. Það er þessi regla kristninnar um að margt af því sem skemmtir manndýrinu sé rangt, sé synd, sem heftir því í að njóta lífsins til fulls. Og afhverju? Við vitum það ekki, við hlýðum bara. Ég skil það auðvitað að með trúnni fáið þið ákveðna lífsfyllingu. En á hverju er þessi lífsfylling byggð? Ég held því náttúrulega fram að hún sé byggð á lygum, ímyndun og blindri trú, en það er bara ég, trúleysinginn, villimaðurinn. Ó, hversu gott væri lífið mitt ef ég trúði því að ég væri að þjóna Joe Pesci á himnum, og að eftir dauðann þá færi ég að ég búa í paradís, þar sem mér væri þjónað af allsberum sundlaugarstrákum í endalausri hringiðu kynsvalla og drykkju. Hljómar mun betur en “rotnandi lík í kistu”, ey?
Ef við gefum okkur að Guð sé til og að hann sé eitthvað í samlíkingu við Stalín, þ.e. að hann vilji stjórna mönnunum, afhverju getum við þá gert allt það sem við gerum sem hann segir okkur að gera ekki? Svíkja, ljúga, stela, drepa, hata, allt virðast þetta vera hlutir sem þú vilt hafa frelsi til að gera, helduru að ef Guð væri einhver Stalín að hann mundi þá ekki bara gera fólk að einhverjum strengjabrúðum? Ég held að það segi sig alveg sjálft að við höfum öll frjálsan vilja til að gera allt það sem okkur dettur í hug, það sem stendur í Biblíunni er hinsvegar leiðbeiningar. Er virkilega eitthvað sem Biblían bannar sem þér finnst óréttlátt og svipta þig frelsi á einhvern hátt? Ef svo er hvað?
Það má svo einnig deila um það hvort öryggistilfinning sé fölsk eða ekki. Hvað varðra þá sem lifa við einhverskonar óhamingju, þá höfum við mennirnir það frelsi sem Guð gaf okkur til að gera ranga hluti, bæði gangvart okkur sjálfum sem og öðrum, eina sem hann gerir er að veita okkur blessun og leiðbeina okkur hvernig við getum gert gott og þar með gert líf okkar sem og annara betra.
Megum við gera allt sem við viljum? Fyrirgefðu, ég er kannski dálítið ryðgaður í kristnifræðunum, en það var alltaf einn staður sem ég man eftir úr bókunum. Þetta var staður sem var mikið talað um í Biblíunni. Hvað hét hann aftur…ég bara man ekki.Eitthvað í sambandi við eld…… Ójá, nú man ég; HELVÍTI! Aaaah, persónulega Gúlag Guðs. Já, þú mátt gera það sem þér sýnist á meðan þú ert hérna niðri, en um leið og þú deyrð þá ertu sendur í eilífa vist í Helvíti. Það er yndislegur staður líka. Eilífar þjáningar í neðanjarðarheimi elds og púka. Frábært.
Auðvitað eru góð ráð í Biblíunni. Ég meina, bókin er 1500 bls., það hlýtur eitthvað gott að komast úr því. Ég efast ekki um góðan boðskap Biblíunnar, en sá boðskapur breytir því ekki að kristni er blind hugmyndafræði. Ég get svoleiðis lofað góðum boðskap kommúnisma fram og aftur í allan dag, en við höfum öll séð hvernig hann virkar.
Fyrsta fórnarlamb skipulagðra trúarbragða er frjáls og sjálfstæð hugsun. Ég má ekki segja “Guð” eða “Jesús” bara til að segja “Guð” eða “Jesús”. Ég má ekki stunda kynlíf utan hjónabands. Ég verð að nýta sunnudagana mína í það að dýrka Guð. Ég má ekki ríða öðrum karlmanni. ÉG VERÐ AÐ LEGGJA LÍF MITT UNDIR ÞAÐ AÐ ÞJÓNA GUÐI. ÞAÐ SEM HANN SEGJIR ER SANNLEIKUR, SAMA HVAÐ MÉR FINNST.
Þessi “frelsissvipting” kristninnar gildir náttúrulega bara ef þú ert kristinn, sem ég er ekki, þannig að ég finn ekki mikið fyrir þessari “frelsissviptingu”, þó að ég finni vel fyrir tepruskapnum.
Pólitískt tól sem gerir hvað? Lætur fólk lifa í sátt og samlindi og elska hvort annað?
Enn og aftur, Kristni er sæt hugmynd, en hún lætur ekki fólk elska hvort annað. Trúðu því eða ekki, en samlyndi og ást eru hlutir sem eru mögulegir án nokkura trúarbragða. Samlyndi og ást eru jafn mannlegir hlutir og hatur sundrung. Þetta eru hlutir sem lærast á því að eiga í samskiptum við annað fólk, ekki á því að lesa 3000 ára gamlar ævintýrabækur.
Og já, kristni er pólitískt tól. Eina ástæðan fyrir því að við erum kristinn í þessu landi er af því að Noregskonungur þvingaði því á okkur fyrir 1000 árum, og eina ástæðan fyrir því að við erum lúthersk en ekki kaþólísk er af því að Danakonungur þröngvaði því á okkur fyrir 500. Með því að koma á lútherstrú á Íslandi, færðust völd sem Vatíkanið hafði áður haldið yfir Íslandi yfir til Danakonungs. Völd og peningar, það er alltaf málið.
Og að lokum, nokkur orð frá manninum sem getur sagt svo miklu meira en ég.
http://www.fns.org.uk/ac.htm Ef þú nennir, það er að segja :D