Aftur hefur ónytjungunum hjá Morgunblaðinu tekist að klúðra fréttum sínum illa.
Hér er sagt frá því, að samtökin Björgum börnunum, sem bjarga víst einnig mæðrum
(og sitja feðurnir þá væntanlega eftir í súpunni), hafa komist að þeirri niðurstöðu að í
Svíþjóð hafi þessi hópur það best, en „Afríkuríkið Nígería er í neðsta sæti.“

Þegar skýrsla samtakanna er skoðuð, kemur í ljós að landið sem á botninn lenti heitir í
raun Níger. Nágranninn í suðri, Nígería, er um tuttugu sætum ofar.