Ekki alveg, fjórðungur sölugróðans fór í stríðsskaðabætur sem meðal annars féllu til Bandaríkjamanna og Kúveitbúa. SÞ græddu ekkert á þessu, þeir peningar sem fóru til þeirra stofnunar voru einfaldlega til þess að borga laun hjálparstarfsmanna og verkefnastjórnar tengdu Oil-For-Food. Þeir sem hafa grætt ólöglega á þessu eru einstaklingar og einkafyrirtæki, ekki stofnanir eða ríkisstjórnir (nema þá óbeint kannski því það kemur peningur inn í landið). Þ.e.a.s. peningar sem fóru í mútur o.s.frv. (samtals um 2.8% af heildar sölugróða). Gallinn við þetta verkefni var sá að í stað þess að gera þetta að frjálsum og opnum markaði undir yfirsjón SÞ var þetta lokaður markaður þar sem að SÞ völdu kaupendur olíu og sölumenn matar og lyfja. Því var þetta bara spurning um að múta rétta fólkinu og þú gast tryggt þér ódýra olíu eða sölusamning upp á margar milljónir dollara. Utan verkefnisins smyglaði Saddam Hussein olíu að andvirði 10 milljarðar dollara. Bæði Bandaríkjamenn og Sameinuðuþjóðirnar vissu af þessu, þeir létu sér lynda, enda hafði þetta smygl átt sér stað síðan 1990 löngu áður en Oil-For-Food fór í gang. Gróði af þessu tagi fór beint í vasan til Saddam Hussein og co., hefði líklegast geta útbúið einhver gjöreyðingarvopn með þessu en keypti hallir í staðinn. Sannleikurinn er hinsvegar sá Skuggi, að þetta verkefni virkaði þótt það hefði geta virkað betur og ef að BNA eða SÞ hefðu virkilega áhyggjur af gjöreyðinarvopnum hjá Saddam þá hefður þeir komið í veg fyrir þetta smygl.