Ég, Arkímedes, fann um daginn ágæta vefsíðu. Hún nefnist Mannamál, og á henni birtir
Sverrir Páll Erlendsson, íslenskukennari, pistla um villur og fáranlega orðanotkun í fjölmiðlum
og auglýsingum. Pistlarnir eru oft fræðandi en geta einnig verið bráðfyndnir, svo ég mæli ein-
dregið með því að fólk lesi þá (ekki veitir af).
Sverrir Páll segir meðal annars:
„Mér finnst seljendur rúma sem hægt er að stilla, hækka undir höfði eða fótum, gera auglýsingar
sínar óþarflega flóknar viðamiklar þegar þeir segja rúmin öll vera með svæðaskiptum stýrleika.
Ég hef aldrei áður heyrt þessi hugtök og þetta er örugglega tilraun til að þýða nákvæmlega ein-
hverja útlensku yfir það sem einaldlega er kallað stillanleg rúm.“
„Fjármálaspekúlantar og aðrir spekúlantar í stjórnsýslunni eru sífellt að finna upp ný orð til að villa
fólki sýn. Hvað í ósköpunum eru ruðningsáhrif, og ef þau eru eins algeng og nauðsynleg og heyrist
í fréttum núna, hvernig í ósköpunum var hægt að lifa í landinu allar þessar aldið áður en þetta orð
komst á varir manna?“
„Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá útför Johnny Jackson. Þar segir: „Johnny var stunginn til bana og
fannst líkið hans í Indiana…“ Þetta er bara verulega ósmekklega að orði komist. Lík hans er allt
annað en líkið hans. Líkið hans væri, ef við reynum að skýra það, lík sem hann hefur átt, væntan-
lega týnt og svo hefur það fundist. Svona MÁ EKKI segja eða skrifa. Það eru takmörk fyrir því
hvað hægt er að umbera.“
„Í geitaþætti Stöðvar tvö þótti mér dálítið ósmekklegt, þótt verið gæti spaug í tveggja manna tali,
þegar sýndar voru myndir af kiðlingum og sagt að þessir væru verðandi kjöt. Það var líka kjána-
legt að spila hið heimsfræga bítlalag Blackbird undir frétt um geitur. Fullkokmið smekkleysi og
gott dæmi um slaka útsendingarstjórn og hönnun.“
Arkímedes mælir með Mannamáli.