Já, það er orðið frekar stutt í það (spáð 2010) að heimsframleiðslan toppi,
þ.e. allar tegundir en “venjulega” olían er búinn að toppa. Svo nokkrum árum seinna fer hún aftur niður. Þegar það er ljóst hækkar verðið miklu meira :)
Framleiðslan á náttúrulega aldrei eftir að fara í 100 milljón tunnur á dag sem verður eftirspurnin eftir 10 ár eða hvað þá 120 milljón tunnur á dag sem er væntanleg eftirspurn 2025 eða svo.
Í ófanálag blasir svo við minnkandi framleiðsla þannig að gapið á eftir að verða ansi stórt.
10 af 20 stærstu lindunum eru á undanhaldi og sumar ansi hröðu og það verður aldrei hægt að vega það upp með því að bora eftir einhverju botnskrapi og olíusandi.
Þó svo þetta liggi nú nokkuð ljóst fyrir (en það er samt oft erfitt að fá upplýsingar um þetta, Opec leyfir enga hlutlausa aðila að kanna það sem þeir halda fram) eru samt furðulega fáir sem átta sig á þessu máli. Hér á landi segja menn verðhækkanir bara vera fellibyli eða Íran :D en aldrei um þau grundvallaratriði sem skipta máli.
Það verður náttúrulega engin “tækni” eða annað orðskrúð sem stöðvar framleiðslutoppinn.
BNA eru nú td skólabókardæmi um þetta mál, en framleiðslan þar toppaði 1970 og hefur lækkað síðan þá og hafa ekkert getað gert í því.
Það tók heil 125 ár að nota 1000 milljarða tunna en það mun aðeins taka 30 ár eða að nota næstu 1000 milljarða, enda er notkunin nú yfir 30 milljarðar tunna á ári.
skjal frá ASPO:
http://www.peakoil.ie/downloads/newsletters/newsletter64_200604.pdfÞekktar birgðir + það sem eftir á að finna er áætlað 932 Gb, sem tekur nú bara 30 ár að nota á núverandi framleiðsluhraða, en hann helst náttúrulega ekki svona mikill lengi í viðbót þannig að það má draga þetta töluvert. En aðalatriðið er að framleiðslan nær hámarki innan fárra ára og minnkar svo.
En það eru víst nokkrir sem fylgjast með þessu hér á landi og hefur það verið rætt hér:
Endalok olíualdarSvo er líka oft gaman á peakoil foruminu:
http://www.peakoil.com/forums.html