Neitunarvaldið kallast “veto” orð tekið úr latínu (flettu því upp á Wikipedia). Ef tillaga er samþykkt í Öryggisráðinu, og einhver af fasta-aðilum þess beitir neitunarvaldinu, er tillagan þar með felld.
Í praxís þýðir þetta einfaldlega að ekki er hægt að samþykkja neinar aðgerðir gegn meðlimum Öryggisráðsins, og gerir það að vita-gagnslausri stofnun. Sovétríkin sálugu beittu neitunarvaldinu óspart þegar Vesturveldunum mislíkaði gerðir þeirra.
Oftar hefur þessu þó verið beitt í þágu vinalanda fasta-aðilanna, sérstaklega Ísrael. Bandaríkin hafa í gegnum tíðina stöðvað fjölmargar ályktanir og tillögur Öryggisráðsins gegn því landi með að beita neitunarvaldi.
_______________________