Djöfull hata ég svona fréttaflutning. Samkvæmt skýrslum frá Bandaríkjunum létu Rússar Íraka hafa hernarðarlegar upplýsingar varðandi framvindu hers BNA í Írak. Það er stór munur á því að það standi eitthvað í skýrslu Bandaríkjastjórnar og að eitthvað sé staðreynd. Stuttu seinna neitar Rússneska stjórnin þessu, en þá er bara sagt að það Rússar neiti ásökunum. Hefði ekki verið rétta að skrifa fréttina í sama stíl og hafa titilinn: Rússar eru ekki uppljóstrarar.
Það sem kemur frá Bandaríkjastjórn eru sem sagt beinharðar staðreyndir en það sem kemur frá ríkisstjórn Rússlands eru bara athugasemdir. Svona orðaleikir hafa gríðarleg áhrif á múginn og það skiptir miklu máli að hafa titilskriftir ekki tvíræðar eða óljósar þegar um svona alvarlegar ásakanir er að ræða.