pyotr
Þú ættir nú samt að geta gert íslenskar gæsalappir þrátt fyrir lesblinduna. Þær eru svona ,,''.
Jújú, mikið rétt. Ég byð forláts.
pyotr
Þetta er engin dýrkun, heldur fyllilega eðlileg viðbrögð. Án þessa ,,hvimleiða ósóma'' gætu manneskjur ekki lifað í samfélagi.
Það að hafa það sem syðaboðskap í trúabrögðum að hefna undir nafni blóðhendar, er það ekki ádýrkun á þessa gjörð er nefnist “hefnd”??? Og þó að það sé í eðli okkar mannana að hefna, er það þá eithvað ómennskt að fyrirgefa???
Er það ekki bara líka hluti af mannlegu eðli að fyrirgefa, og bara okkar að vega og meta hvenær við notum þessa eiginleika okkar????
Þú talar um að þessi blóðhefnd hjá forfeðrum okkar hafi verið fullkomlega eðlileg viðbrögð. Það má vel vera á þeim tímapunkti, og með þeirra sjónarmiðum, og vegna fáfræði.
En þeir hættu þessu, og snéru baki í ásatrú og tóku upp kristnina vegna þess að þetta var orðinn svo mikill vítahringur….
Heilu ættliðirni og fjöldskyldurnar voru farnar að sallast niður vegna hefnda, enduhefnda, endur-endurhefnda o.s.f.v. Það segir sig líka nokkurnvegin sjálft, að samfélag getur lítið þroskast og dafnað ef menn eru stannslaust að hefna sín á samborgurum sínum og þeir gera hið sama. Það verður bara vítahringur.
pyotr
Án þessa ,,hvimleiða ósóma'' gætu manneskjur ekki lifað í samfélagi.
Nú er ég ekki alveg með á nótunum…
Væri ekki hægt að lifa í samfélagi ef að blóðhefnd væri ekki til staðar???
Ekki vera feiminn við að rökkstyðja fullyrðingar þínar sjálfurpyotr
Ef þetta væri ekki refsing, þá fremdu allir glæpi.
Endilega rökstyðja
Menn sem hafa virðingu og góða samvisku fyrir samborgurum sýnum myndu að ég held ekki gera slíkt. En svo er það líka eitt að menn hafa mismunandi skoðanir yfir hvað sé refsing og hvað ekki. Eins sumir myndu fynnast það dágóð refsing að vera í einangru ámeðann sá hinn sami sé að ná bata, með hjálp yfirvalda.
pyotr
Það fer eftir því hvaða merkingu menn leggja í orðið ,,óvinur.'' Er óvinur þinn manneskja sem þú hefur fyrirgefið og treystir?
Nákvæmleg menn hafa mismunandi viðmið yfir hvenær menn eru óvinir og hvenær ekki.
pyotr
Er óvinur þinn manneskja sem þú hefur fyrirgefið og treystir?
Ég myndi frekar flokka það undir fyrverandi óvin. Og fynnst mér það frábært þegar þerskonar stigi í samskiptum hefur verið náð.
pyotr
Þó svo að þú hafir slíkan boðskap að leiðarljósi í lífi þínu, þýðir það ekki að almennir Íslendingar geri það einnig.
Ég er skráður meðlimur í þjóðkirkjunni, en fyrirgef eingöngu þeim sem biðjast afsökunar og eiga mína fyrirgefningu skilið.
lucifersam
En ekki veit ég með þig en fólki er náttúrulega guð velkomið að hafna kristini trú. Og eru margir sem gera það. Og er það allt í lagi sem vilja ekki kristna trú.
pyotr
Auðvitað geturu það ekki. En af skrifum þínum má ráða, að þú teljir kynferðisbrotamenn eigi skilyrðislausa fyrirgefningu fórnarlamba sinna skilinn.
Ég hef ekki eino orði minnst á að þolendur kynferðisafbrota
„ÆTTU” að fyrirgefa gerendunum.
Það er þeirra val og þeirra að meta eftir aðstæðum. Ég hef ekki nokkuð vald yfir að skipa þolendum fyrir, Það er alfarið þeirra að velja.
En ég tek ofan fyrir þeim sem að hafa, þann kjark á að takast á við ógnina að fyrirgef þeim. En það eru ekkert allir sem að hafa það í sér og skyl ég þeirra viðhorf fullkomlega. Þetta eru erfið mál sem að menn verða að fara með aðgát.
Og í síðasta sinn.
Ég er ekki að segja að þolendur VERÐI að fyrirgefa. Það er í þeirra höndum hvort þau treysti sér í það. pyotr
Tilvitnun:
Það þykir ekki lengur vera einhver manndómsvíksla
að drepa mann heldu frekar hrottaskapur.
Er þetta stundað í norska hernum? Myndi stofnun íslensk hers hafa slíkan verknað í för með sér?
Ég var nú að tala um víkingana hér áðurfyrr. Ekki um hvað er að gerast í norska hernum né íslenska.
pyotr
Ég tel það almennt viðurkennt að aumingjar séu þeir, sem ekki nenna að gera nokkurn skapaðan hlut, geti þeir hugsanlega fengið einhvern annan til að gera það. Þeir sem koma frændum sínum ekki til hjálpar, þeir sem fórna hagsmunum sínum og ættar sinnar fyrir stundar fullnægju. O.sv.fr.v.
Já, ágætis túlkun á aumingja…
En er þetta ekki bara þín túlkun/skoðun á því hvað sé aumingji???
Er þetta einhver alþjóðlegur staðall á aumingja???
Ég persónulega hef allt aðra sýn á hvað sé aumingi og hvað ekki. Og sú sýn þarf svo sem ekkert vera réttari en þín. Né öfugt.
pyotr
Tilvitnun:
menn gætu leikandi ráðið við 300.00 víkinga.
Þessu heldurðu fram án þess að setja fram rök?
Afsakið, mistök hjá mér…
Ég hef satt best að segja ekki neinar heimildir né rök fyrir þessari staðreynd, því dreg ég hana til baka.
Mig fannst það bara í fljótu bragði rökrétt að hersveitir sem eru í þeim stærðarflokki að berjast t,d á móti Bandaríkja mönnum. Vera í þeim stærðaflokki að geta ráðið við her þjóðar sem hefur 300.000 borgara, þá meltalið eldriborgara, börn og aðra.
Afsakið fljótfærin í mér.
pyotr
Hvað veist þú um þær ógnir sem að landi voru stafa?
1988 réðust nokkur hundruð málaliða inn á hinar friðsömu Maldíveyjar, en þær voru varnarlausar. Á nokkrum mánuðum varð þjóðin fyrir óbætanlegum mannskaða og fjárhagsskaða. Að lokum komu Indverjar með smá herlið og innrásarliðið gafst upp. Hefðu Maldíveyjar verið varðar, er ljóst að engin innrás hefði átt sér stað og maldívska þjóðin sloppið við manntjón.
Ekki er hægt að sjá fyrir um allar ógnir. Almennir borgarar sem hafa litla þekkingu á varnarmálum eru enn síður færir um að sjá þær.
Jú, það er kannski satt maður sér sjaldan fyrir þegar ósköpin dynja yfir. Ég hef reindar heirt það útundan mér að það gætu orðið meiri líkur á innrás ef að við séum með her…
En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
En sambandi við þessar Maldívaeyjar, þá eru þetta kannski svolítið ólíkt Íslandi…
1. þessar eyjar eru staðsettar í Indlandshafinu, suð vestur af Indlandsskaga. Og eru þær mikilvægur áfangastaður araba um Indlandshaf.
2. Þar er hægt að fynna mjög mikið af káriskeljum sem voru notaðar sem gjaldmiðill í Asíu og Austur Afríku.
http://is.wikipedia.org/wiki/Mald%C3%ADveyjarEn eins og ég segi er ég ekki að útiloka einhverjar árásir á landið. Og fynnst mér þessar umræður af hinu góða. Alltaf gott að vega og meta hluti.
Helsta hugmynd mín um ástæður fyrir innrásum hingað, eru til dæmis að komast í vatnsbyrgðir, fjármagn/ eignir.
En ef við erum að spá í að stofna einhvers konar varnalið, vil ég að menn skoði alla vinkla með varúð. Og eru ekki að spandera fleiri milljöðum í einhvern rembing um að vera svo harrðir víkingar.
Einnig fynnst mér þá að þetta eigi að vera bara varnalið til þess að verja landið, ekki til þess að gera innrásir annað.
pyotr
Hvað gætum við gert til að vinna stríð.
Ef við gefum okkur að heilt stórfylki landgönguliða óvinaherflota réðist á land á Reykjanesinu. Þá gætum við, með vel þjálfuðu herfylki atvinnumanna ásamt varaliði lögreglu og sjálfboðaliða hrundið árásinni, eða í það minnsta hægt svo mjög á henni að bandamenn okkar gætu komið okkur til aðstoðar. Vilji þú flóknari skýringar, mæli ég með því að þú kynnir þér fyrst hernaðarmálefni til hörguls.
Þetta er svona nokkurn veginn það sem að ég ýmindaði mér.
Við víkingarnir verðum að stóla á aðra til þess að hjálpa okkur ef að innrás af einhverri stærðargráðu kæmi.
En hvað gætu andstæðingarnir ollið miklu tjóni, á meðan við myndum bíða eftir hjálpini?
(Ég er bara að velta því fyrir mér, hef ekki hugmynd um það og mig fynnst þú vera kunnugari um þessi efni en ég, en ég kíki kannski á þessi hernaðarmálefni um ísland fyrst. Getur þú kannski bent mér á einhver slík????).
pyotr
Tilvitnun:
lítið land
Það er rangt. Við erum kannski fámenn, en við höfum gríðarstórt yfirráðasvæði. Ekki bara 103 þúsund ferkílómetra af landi, heldur 200 sjómílna efnahagslögsögu, hundrað sjómílur í viðbót af hafsbotninum og enn stærra björgunarsvæði sem inniheldur Jan Mayen og Færeyjar og eitt stærsta flugstjórnarsvæði í veröldinni.
Mig fynnst þetta vera svolitlar hártoganir hjá þér. Þegar ér sagði „lítið land” meinti ég lítil þjóð. Jújú ég veit muninn, bara mismælti mig. Afsakið.