Ég verð eiginlega að þakka þér fyrir. Þú, og þessi síða ýttuð mér frá því að fordæma trúarbrögð skilyrðislaust.
Ég hef séð V for Vendetta og mér þótti hún mjög góð. Það er hræðilegt þegar bókstafstrúarmenn fara með alræðisvald.
Nú ætla ég að hrekja nokkrar staðhæfingar inn á þessari síðu og ef þú hefur jafn opin huga, og þú heldur fram, þá tel ég að þú munir lesa þessi rök og velta þeim fyrir þér.
This has been the psyche of the Bedouin Arabs who inhabited the Arabian peninsula. The people who came from the same stock, who lived further north in Mesopotamia had a different geographic and climatic environment. They developed advanced riparian civilizations on the banks of the Farath (Euphrates) and Tigra (Tigris). The Babylonian and Assyrian civilizations of Hamm-ur-rabi and Nabu-chad-nazar, were developed by the same Semitic people who lived in peninsular Arabia. So the temperament of a same ethnic people (the Arabs) could be entirely different, depending on the environment in which they resided.
Það er mjög algengt að færð séu rök fyrir því að eðli fólks sé fólgið í umhverfi þeirra. Ég veit ekki um neinar vísindarannsóknir sem sýna fram á að fólk sem býr í eyðimörk verði árásargjarnara heldur en fólk sem gerir það ekki. Þú gætir fært rök fyrir því, jú sandur veldur pirringi, matur af skornum skammti. En getur þú sýnt mér einhverjar vísindalegar sannanir? Er sumsé fólk sem býr í skógsælum og gróðursælum svæðum friðsamara? Jahá, og grimmustu stríð mannkynssögunnar voru sumsé ekki háð í Evrópu.
An artist’s illustration of how lustful and debaucherous the prophet of allah was. Engaging a kid for wedlock when she was six and consummating the marriage when she was nine!
Ég er ekki að verja Íslam sem trúarbrögð, en málflutningurinn gegn Íslam á þessari síðu er fremur ósanngjarn og valkvæmur. Hann velur sumsé það sem hentar og hunsar annað.
Auðvitað væri hægt að segja að Múhammeð hafi verið barnaperri. En svo væri líka hægt að segja að hann hafi gert hluti sem þóttu eðlilegir í samfélaginu. Og, já, hjónabönd með börnum þóttu faktískt eðlileg. Síðan hunsar einnig það að hjónabönd voru ekki einungis gerð í kynferðislegum tilgangi heldur líka pólitískum og efnahagslegum.
Muslims only understand and respect, strength and cruelty. They treat magnanimity, charity and noblesse with contempt. So we Americans and our allies, will have to re-invent our cowboy spirit and go for the scalps of the Muslims, if we want to be victorious.
Svo múslimar skilja einungis grimmd og styrk. Þetta er alhæfing sem skortir rök. Eilítið neðar á síðunni stendur:
An artist’s illustration of how the prophet of allah had an apartheid mentality with regard to skin color. This is why the Arabs refer to the Africans as Abid (black) and played an active role in enslaving the Africans centuries before the European Slave traders learnt this despicable practice from the Muslims.
Auðvitað eru Múslímar trúarhópur en ekki kynþáttur. Ég sé þó ekki muninn á þeirra alhæfingu um Múslima og hugmyndum Múhammeðs sjálfs. Þeir vilja kenna fordómum Múhammeðs um það að Arabar voru þrælahaldarar, en hunsa þá sagnfræðilegu staðreynd að þrælahald var við lýði löngu áður. Þarna eru þeir hreint út sagt að ljúga, því varla er það sagnfræðileg vanþekking hjá fólki sem hefur tekið sér jafn metnaðarfullt verkefni fyrir hendur og að skrifa sögu Íslam í nýju ljósi.
Yes the pre-islamic Arabs were hardy and extreme in their behavior, but this was caused by the environment. Had the Eskimos lived in the Sahara, they too would have evolved a similar temperament.
Nei sko, annað skemmtilegt óvísindalegt komment hjá fólkinu sem boðar ofurtraust á vísindi. En hvers vegna er fólk minna grimmt í eyðimörk gerða úr ís, heldur en í eyðimörk gerðri úr sandi? Það þætti mér forvitnilegt að vita.
Every foul tactic was fair for allah’s war. No moral scruples existed for any ghoulish act. Thus only an army with a greater determination and paranoia and absence of morals than the Muslims, can defeat Islam. And we Americans will have to become so, if we are to defeat the Islamic Jihad.
Undir lokin nálgast þeir eiginlegt markmið sitt. Hver er töfralausnin. Jú, til þess að “við” (BNAmenn það er að segja) getum sigrað, verðum “við” að verða en hinir. Sumsé öll mannréttindabrot eru réttlætanleg, efnavopn, kjarnorkuvopn og svo framvegis. Tilgangurinn helgar meðalið.
Today if America wants to outdo the Jihadis at their own game it would do well, to emulate this Quranic principle of giving offense to the adversary (today’s Jihadis), and then going in to crush them utterly. America needs to realize that the only way of defeating the Jihad is by subjugating one Muslim country after another by taking out a few cities using nukes and neutrons and then giving them an ultimatum of leaving Islam or facing destruction.
Jább, kjarnorkuárásir, eru lausnin. Síðan trúboð. En auðvitað láta sanntrúa múslimar sér ekki segjast svo við drepum þá alla. En “við” höfum ekkert á móti aröbum. Þeir eru bara svo grimmir af forfeður þeirra bjuggu í eyðimörk. Að bomba hverja múslimaborg á fætur annarri myndi margfalda fjölda hryðjuverkamanna og valda ómældu mannfalli út um allan heim. En það finnst þeim ekkert mál, því tilgangurinn helgar meðalið.
Um daginn las ég merkilega grein í Lifandi Vísindum. Vísindamaður hélt því fram að hann hefði fundið genið sem gerði það að verkum að fólk yrði trúað.
Ef það er bundið í erfðaefni að fólk verði trúað eða ótrúað rímar fullkomlega við þá staðreynd að tvíburar sem eru ættleiddir og alast upp í sitthvoru umhverfinu, verða í meirihluta tilfella báðir jafn trúræknir.
Svo Ok. Sköpum betra samfélag og drepum alla trúaða.
Hey, ég veit. Um daginn fundu vísindamenn út úr því að alkóhólismi væri líka genetískur. Hvernig væri að drepa alla alkóhólista?
Geðfatlaða? Geðveika?
Farið að hljóma svolítið eins og stjórnvöldin í V for Vendetta. Nema bara, að þau eru ekki trúuð heldur “trúlaus”. Eða halda það að minnsta kosti.
Þetta lyktar samt mikið af trúarofstæki satt að segja. Þetta er ofurtrú á einhverskonar galdralausn. Þeir halda að þegar trúarbrögð hverfi af yfirborði jarðar þá geri öll vandamál heimsins það líka.
Sem er ekki rétt. Hvað gerum við ef átökin sem núna eru kennd við trúarbragðastríð reynast ekki bundin við trú. Hvað nú ef kenningin um að öll stríð séu háð af efnahagslegum ástæðum er rétt?
Er þetta ekki barátta milli tveggja heima, annar fátækur en hinn ekki?
Ég trúi því varla að þér finnist þessi síða hafa eitthvað gáfulegt að leggja fram í þessari umræðu. Trú, eða í það minnsta trúarofstæki má uppræta með meiri upplýsingum. Fólk sem er öfgafullt í trú sinni, er ekki ósvipað fíklum og í dag eru meira að segja til meðferðarúrræði fyrir þeim.
Ég er ekki trúaður, en ég er heldur ekki ýmislegt annað. Ég er ekki svartur, ég er ekki hommi. Umberum minnihlutahópa og þegar vandamál koma upp, reynum að finna skynsamlegustu lausnina. (Það er yfirleitt sú sem ekki innifelur í sér kjarnorkuvopn).
En enn og aftur þakka þér fyrir. Þú opnaðir augu mín fyrir því að trú er ekki alslæm og trúleysi ekki algott. Og að mannlegir öfgar fyrirfinnast allstaðar. :)