Nú er búið að taka ákvörðun um það einhliða að hálfu bandaríkjamanna. Eigum við þá að búast við að orð skulu standa og herstöðinni verði lokað?
_______________________
Innlent | mbl.is | 16.3.2006 | 11:53
Geir segir Bandaríkjaforseta hafa metið mikils tillögur Íslendinga
Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að ákvörðun Bandaríkjaforseta um að dregið verði stórlega úr starfsemi Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli síðar á þessu ári hafi valdið ríkisstjórninni miklum vonbrigðum og að hann hefði talið eðlilegt að slík ákvörðun væri tekin í viðræðum þjóðanna en ekki með einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna
Bandarískur sérfræðingur um alþjóðasamskipti segir að stríðið í Írak sé ástæða þess að Bandaríkjastjórn leggi svo mikla áherslu á að kalla sveitir og búnað heim frá Íslandi.
Stríðið í Írak veldur því að Bandaríkjaher hefur gífurlega þörf fyrir mannafla og hergögn. Herinn á erfiðara með að laða til sín nýja hermenn, eldri hermenn hætta fremur en fara í þriðja sinn til Íraks og kostnaðurinn við hersetuna hleðst upp.
Greinilegt að menn eru orðnir hræddir við að
fá íbúðirnar á markaðinn..