Af hverju eru ekki fleiri valmöguleikar á svari?
Er eina ástæðan fyrir að fólk er á móti dauðarefsingu að það getur ekki verið 100% viss um hvort einstaklingurinn sé sekur?
Annaðhvort er einstaklingurinn sekur eða saklaus, og það á ekki að dæma neinn fyrr en það er alveg 100% öruggt að hann sé sekur.. ef það er ekki hægt að sanna 100% þá er ekki hægt að dæma neinn. Ég myndi ekki vilja að ég væri dæmdur í fangelsi á líkum. "Við verðum að refsa einhverjum og þú [potent] varst líklegastur til að vera sekur“. Eins og fólk sér er þetta ekki réttlátt eða sanngjarnt á neinn hátt.
Ég er á móti dauðarefsingum vegna þess að ég trúi ekki að einhver stofnun, hvað þá einstaklingar, eigi að vera að taka annað fólk af lífi. Það er ekki siðferðislega rétt.
Ef einhver drepur einhvern þýðir það að einhver annar megi drepa hann? Eða á bara einhver einn að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja? Er einhver einn maður sem á að hafa það vald yfir öðrum manni að geta dæmt viðkomandi til dauða? Eða á meirihlutinn að taka svona ákvarðanir? Ég held að meirihlutinn sé bara ekki nægilega þroskaður til að taka þessar ákvarðanir.
Það er ekki einu sinni verið að reyna að læra einhvað af viðkomandi svo það væri kannski hægt að koma í veg fyrir það seinna. Vandamálið bara fjarlægt með valdi, eins og tíðkast í ”siðmenntuðu" samfélagi. Fyrir utan hvað þetta er dýrt. Þetta er ábyggilega ein heimskulegasta aðferðin til að taka á vandamálunum. Fólk þarf bara að átta sig á því.
Maður skilur missinn og skilur reiðina sem fylgir morðum. En hvernig væri að hugsa aðeins um aðra líka? Reyna að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerist ekki aftur, með því að kynna sér vandamál, ástæður og aðstæður morðingjans. Nota svo þær upplýsingar til að koma veg fyrir að það gerist aftur, og forða öðrum að finna alla þessa sorg og reiði. Þá fyrst er skref í rétta átt tekið.
friður
potent