Banna fóstureyðingar!
Tekið af mbl.is
Bannar allar fóstureyðingar
Mike Round, fylkisstjóri Suður-Dakóta, samþykkti lög á mánudag sem banna allar fóstureyðingar í fylkinu, nema líf móðurinnar sé í hættu. Engar undantekningar eru gerðar vegna þungana af völdum nauðgana eða sifjaspella, og læknar sem framkvæma fóstureyðingar geta átt von á allt að fimm ára fangelsi og hárri sekt.
Lögin eiga að taka gildi 1. júlí, en líklegt þykir að málaferli muni fresta gildistöku þeirra. Starfsmenn einu fóstureyðingamiðstöðvar Suður-Dakóta lýstu því yfir að þeir muni spyrna við nýju lögunum með málaferlum eða undirskriftalistum, og lofuðu að miðstöðinni yrði ekki lokað.
Fylkisstjórinn sagði lögunum ætlað að neyða Hæstarétt Bandaríkjanna til að endurmeta úrskurð sinn frá 1973 sem sagði fylkisstjórnir ekki hafa umboð til að banna fóstureyðingar, en margir telja tvo nýja dómara hæstaréttarins, John Roberts og Samuel Alito, líklega til að herða bandarísk lög um fóstureyðingar. Fylkisstjórnir nokkurra annarra fylkja íhuga að herða sín lög, og líklegt þykir að niðurstaða þessa máls muni hafa mikil áhrif þar um.
Um 800 fóstureyðingar eru framkvæmdar á ári hverju í Suður-Dakóta.
Þá er mér spurn,, þarf að senda lækninn í svo langa fangelsisvist? Er það ekki alveg óþarfi, ætti ekki frekar bara að hafa þetta 2-4mánuði.
Jámm, fyrrst munu þeir banna fóstureiðingar svo banna kennslu á þróunnarkenningu Darwins, hvað svo?
Kannski að BNA yrði þá af kristnu alheims keisaraveldi. Bush færi þá í stríð bara þegar guð segir honum að gera það,, bíddu nú við,
hann gerir það nú þegar :S