Mbl.is…
Bush segir að hafnarsamingur við arabískt fyrirtæki verði að ganga í gegn
George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að samningur við arabískt fyrirtæki sem varðar að það taki að sér rekstur sex stórra hafna í Bandaríkjunum verði að ganga í gegn. Hann sagði að hann myndi beita neitunarvaldi ef reynt væri að stöðva samninginn á þingi.
„Eftir að ríkisstjórnin hefur farið gaumgæfilega yfir málið er ég þeirrar skoðunar að viðskiptin eigi að halda áfram,“ sagði Bush við fréttamenn sem ferðuðust með honum í forsetaflugvélinni áleiðis til Washington. „Ég vil að þeir sem efast um þetta komi fram og útskýri hvers vegna allt í einu sé litið á fyrirtæki frá Miðausturlöndum á annan hátt en breskt fyrirtæki. Ég er að reyna að framfylgja utanríkismálastefnu með því að segja við íbúa heims: „Við munum koma fram við ykkur með sanngjörnum hætti.““
Bush bað fréttamenn um að koma í fundarherbergi sitt í flugvélinni eftir að hafa haldið ræðu í Colorado. Þar ræddi hann um hafnarmálið sem er farið að valda yfirvöldum miklum höfuðverk. Hann sagði þar að samningurinn varðandi hafnirnar væri löglegur og að hann myndi ekki ógna öryggi landsins.
Er þetta maður sem vill vera vondur við araba? :P
Hræsnin við þetta er svo sú að örugglega einhverjir sem vilja ekki eiga þessi viðskipti við arabafyrirtækið voru á móti Íraksstríðinu fyrir hönd aumingja arabanna. Bleh!