Datt þetta í hug frá fréttinni um Bush og kjarnorkuver í Bandaríkjunum. En er raunhæfur möguleiki að byggja kjarnorkuver á Íslandi? Ég hef ekki lesið mig mikið til um þennan orkugjafa en ég hef það á tilfinningunni að í raun er ekkert sem kemur í veg fyrir slíkar framkvæmdir hér á landi, ef ég hef rangt fyrir mér þá endilega leiðréttið mig.
Stærsta kjarnorkuverið í Bandaríkjunum framleidddi 28.1 milljarða kWh af rafmagni árið 2004 á meðan öll rafmagnsframleiðsla Íslands árið 2003 var 8,4 milljarðar kWh. Samkvæmt þessum tölum ættu Íslendingar að geta fengið allt sitt rafmagn frá einu kjarnorkuveri (samt auðvitað ekki jafn stórt og þetta ferlíki) í staðinn fyrir allar núverandi og framtíðar virkjanir á landinu. Við erum með nóg af vatni og einnig höfum við nóg af landssvæði þannig að hægt yrði að byggja verið langt frá helstu þéttbýlum vegna öryggis. Hálendin okkar gera landið okkar eitt af bestu staðsetningum til þess að hafa slík ver enda takmarka þau að eiturefni dreyfist við slys.
Bara smá velta þessu fyrir mér. Ég vil ekki að Íslendingar fái sér kjarnorkuvopn eða að það verði hérna stórslys en staðan er bara sú að kjarnorka er ein af æskilegustu orkunýtingum sem til eru og ættum við að skoða hvort það sé möguleiki á því að gera slíkt t.d. í samvinnu við Bandaríkin, Frakkland eða Kína. Svo efast ég um að einhver vísi okkur fyrir öryggisráð SÞ enda erum við smáþjóð án hers, eina herliðið sem er hér hefur nú þegar aðgang að kjarnorkuvopnum.