George W. Bush Bandaríkjaforseti varaði við því í dag að þörf Bandaríkjamanna á olíu frá öðrum ríkjum, sem eru óvinveitt Bandaríkjunum, að tekið landið í gíslingu og hvatti hann til þess að ný kjarnorkuver verði reist fyrir árið 2010.

„Sumar þeirra þjóða sem við reiðum okkur á að fá olíu frá eru með óstöðugar ríkisstjórnir, eða þá að það sé grundvallar skoðanamunur á milli þeirra og Bandaríkjanna,“ sagði Bush á meðan hann var í heimsókn í Milwaukee í Bandaríkjunum í dag. Hann nefndi þó engar af þeim þjóðum á nafn sem hann átti við.

„Þessar þjóðir vita að við þurfum olíuna þeirra og það dregur úr áhrifum. Það varðar við þjóðaröryggi þegar við erum haldin í orkugíslingu af erlendum þjóðum sem líkar ekki við okkur,“ sagði Bush.

Bush vísaði til dæma í Frakklandi, Kína og í Indlandi og hrinti af stað verkefni upp á 1,1 milljarð dollara sem á að stuðla að byggingu nýrra kjarnorkuvera. Bandaríkin hafa ekki ráðist í slíkar framkvæmdir frá því á áttunda áratug seinustu aldar.

„Við ættum að byrja á því að byggja ný orkuver á nýjan leik. Ég tel að það sé skynsamlegt. Tæknin eru orðin þannig að við getum gert það og sagt við bandarísku þjóðina að þau eru örugg og mikilvæg,“ sagði Bush.
MBL.is

er maðurinn eitthvað vitlaus… er framtíðin ekki vistvæn orka ;) allavega finnst mér að heimurinn í heild ætti að taka svona mál í sínar hendur… þá meina ég um óvistvæna orku eins og kjarnorku