Ef landbúnaður væri til sölu til að mynda, þá gæti einhver keift einhver bú og ætlað að græða á þeim, þá væri líklegt að gróðin yrði engin og sá hinn sami myndi leggja þetta nyður því engin vildi kaupa þetta af honum. Svona virkar markaðurinn!
Þú veist að það er enginn að fara að selja landbúnaðinn í heildina? Ríkið á hann ekki þó það styrki hann. Markaðurinn virkar þannig að ef einhver er ekki að standa sig þá opnast tækifæri fyrir aðra, svo einfalt er það.
Ég segi bara eins og Jón Balvin, markaðurinn er til góðs að ákveðnu marki, maður á aldrei að fara útí öfgar í neinu, kómmúnismi og fullkomin frjálshyggja eru hættulegar leiðir!
Kommúnismi og frjálshyggja eru ekki sambærileg. Það er frekar einfalt að segja stefnurnar í sama hóp eingöngu vegna þess að þær eru báðar í sitthvorum endanum (öfgar eins og þú orðar það).
Kommúnismi fer gegn mannlegu eðli á meðan frjálshyggjan reiknar með mannlegu eðli og aðlagar sig að því. Í frjálshyggjusamfélagi er allt hægt og enginn er þvingaður til neins á meðan hann er ekki að skerða frelsi annarra, þetta er góðhjarta hugsun sem engar aðrar stefnur fylgja. Allar aðrar stefnur snúast um að stjórna fólki með ofbeldi, eini munirnn á milli þeirra er hversu langt er gengið og að hvaða leiti.
Við þurfum að tryggja einhverskonar vinnu útá landi,
Af hverju? Er fólk þarna svona ósjálfbjarga? Af hverju þarf landsbyggðin ekki að bjarga höfuðborgarsvæðinu? Allt sem þarf að halda uppi í gegnum ríkið er mínus, það segir sig sjálft. Óhagkvæmari rekstur og jafnvel bara verið að dæla peningum í eitthvað sem gæti aldrei staðið á eigin fótum. Það sem getur ekki staðið á eigin fótum á erfitt með að fara í gróða og verður bundið ríkisstyrkjum (mínus á tekjum annarra) að eilífðu eða þanga til það verður lagt niður.
það má vel vera að það sé hægt að fara ódýrari leiðir
Það á ekki að fara neinar ódýrari leiðir. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér að atvinnulífinu á neinn hátt. Frjáls markaður tryggir eðlilegasta flæðið og mesta hagnaðinn, fyrir alla bæði ríka og fátæka. Það er endalaus mörg dæmi sem benda á slíkt. Kannski það væri auðveldara að vera bóndi úti á landi ef maður þyrfti ekki að setja 40% peninganna í ríkisbeljuna sem skammtar manni seinna?
Einkavæða, einkavæða, einkavæða og hætta með alla tolla eða styrki. Það á ekki að vera hlutverk stjórnvalda að leika Hróa Hött með því að taka verðmæti hjá sumum og deila þeim milli áberandi þrýstihópa.