Ohh… ég þarf að skrifa þetta í annað sinn útaf því að ég datt út af huga.
Ó, Spámaður, far þú með stríð á hendur hinum vantrúuðu og hræsnurunum og lát þá kenna á hörðu. Víti skal þeirra heimkynni, og ill verði örlög þeirra!
Þetta er gabríel erkiengill að tala við spámanninn sjálfan, og hann er ekki að segja spámanninum að drepa alla vantrúaða er það ? Það væri ekki í anda 6. boðorðsins. Aftur á móti talar hann um þeir fari til helvítis fyrir að trúa ekki, og er kóraninn einn um að segja það ? Það er hægt að túlka þessa setningu á marg´vislegan hátt en það breytir því ekki að þetta gangi gegn flestu sem kóraninn boðar og því erfitt að túlka þetta sem “heilast stríð” ef það er það sem þú ert að reyna ná fram. Líttu á kvótana mína neðar í greininni.
Berjist fyrir málstað Allah og vitið að Hann heyrir allt og veit allt
Er verið að kvetja til ofbeldis þarna ? Kíktu á kvóta sem ég tók úr biblíunni hér að neðan.
Ó, þér trúaðir, herjið á hina vantrúuðu sem búa í grennd við yður. Látið þá kenna á hörku yðar. Vitið að Allah stendur með hinum réttlátu.
Kóraninn væri laus við svona yfirlýsingar, en þetta er mótsögn gegn flestu sem kóraninn boðar. Það eru margar svona í biblíunni líka. Þeir eru vinir kristna og gyðinga. Kíktu neðar í greinina.
Ó, þér trúaðir, takið ekki sem vini gyðinga né kristna menn. Þeir eru vinir hvorir annarra. Sá yðar sem velur þá að vinum er orðinn einn af þeim. Allah leiðbeinir ekki hinum ranglátu.
Ertu viss um að þú sért að leza upp úr kóraninum ? 5:1 er: Ó, þér sem trúið, sinnið skulbindingum yðar. Heimilt er að yður að neyta kjöts af öllum ferfættum dýrum öðrum en þeim sem yður er stranglega forboðin. Veiðidýr eru bönnuð meðan þér eruð í pílagrímsferð. Allah kveður á um það sem honum þoknast. Meintiru kannski 60:1 ? Já… þar er verið að tala um að sýna ekki vinsemd gegn þeim sem hafa útskúfað boðsberum og trúuðum múslimum einungis vegna trúar þeirra. Laztu aðeins lengra ? Skoðaðu 60:8, kvótinn er hér að neðan.
Hinir vantrúuðu meðal manna Ritningarinnar og heiðingjar skulu lengi brenna í Vítis eldi. Þeir eru af öllum verum verstir.
Sá sem þykist trúa á Guð en gerir það í raun ekki fer til helvítis. Í Kristinni trú þarftu að trúa á Jesú til að komast í himnaríki, annars ferðu til helvítis, er þetta ekki það sama ?
Þér sem trúið, veljið yður ekki trúnaðarvin utan eigin flokks. Þeir myndu leggja sig fram um að spilla yður. Þeir óska yður einungis glötunar. Hatrið er augljóst af máli þeirra. Þó er það enn verra sem býr þeim í brjósti. Vér höfum gert yður ljósar opinberanir vorar, ef þér eruð fúsir að skilja.
Ég sé nú ekki betur en þetta sé einmitt hvernig þú og flestir aðrir vesturlandabúar lítið á múslima.
Kóraninn:
Ó, þér trúaðir, bannið ekki hið góða sem Allah hefur heimilað yður, og brjótið eigi af yður, því ekki ber Allah hlýjan hug til brotamanna.
… svo að þér laðizt eigi að siðleysi hvorki opinskátt né á laun, og svo a' þér fremjið eigi mannvíg, því það hefur Allah bannað, nema í þágu réttlætis.
… að hver sem dræpi mann skyldi svo metinn sem hann drepið hefði gjörvalt mannkyn, nema til refsingar væri fyrir morð eður aðra stórglæpi; og hver sem bjargað hefði mannslífi skyldi svo metinn sem hann hefði gjörvöllu mannkyni bjargað.
Allah bannar yður ekki að sýna þeim vinsemd og sanngirni sem hvorki hafa herjað á yður vegna trúar né flæmt yður frá heimkynnum yðar. Allah hefur velþóknun á hinum sanngjörnu.
Mega múslimar ekki vera vinir kristinna og gyðinga ?
Ef þeir hneigjast að friði, þá lát þú einnig til leiðast, og set traust þitt á Allah. Hann heyrir allt og veit allt.
… Svo ef þeir forðast yður, berjast eigi gegn yður, en bjóða frið, þá lokar Allah öllum leiðum yðar gegn þeim.
Þeir sem trúa, og þeir sem eru gyðingar, kristnir menn og sabíar, hverjir þeir sem trúa á Allah og Efsta Dag og breyta rétt, munu hljóta laun úr hendi Drottins síns, og enginn ótti mun yfir þá koma, né heldur mun að þeim harmur kveðinn.
Hvað segir biblían ?
En þú skalt eyða öllum þeim þjóðum, sem Drottinn Guð þinn gefur á þitt vald. Þú skalt ekki líta þær vægðarauga og þú skalt eigi dýrka guði þeirra, því að það mundi verða þér að tálsnöru
7:16 í fimmtu mósebók.
Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið, sem þú varst kallaður til og þú játaðist með góðu játningunni í viðurvist margra votta.
6:12 í fyrra Tímóteusarbréfi. Segir þetta það sama og kvóti 2. hjá þér?
En í borgum þessara þjóða, sem Drottinn Guð þinn gefur þér til eignar, skalt þú enga mannssál láta lífi halda. Miklu fremur skalt þú gjöreyða þeim: Hetítum, Amorítum, Kanaanítum, Peresítum, Hevítum og Jebúsítum, eins og Drottinn Guð þinn hefir fyrir þig lagt,til þess að þeir kenni yður ekki að taka upp allar þær svívirðingar, er þeir hafa í frammi haft guðum sínum til vegsemdar, og þér syndgið gegn Drottni Guði yðar.
20:16-18 í fimmtu mósesbók.
Eru samskipti við heiðnar þjóðir bannaðar í biblíunni? Á frekar að eyða þeim kannski? Leztu 7:1 í fimmtu mósesbók.
Þér þrælar, hlýðið yðar jarðnesku herrum með lotningu og ótta, í einlægni hjartans, eins og það væri Kristur.
6:5 í Efesusbréfinu.
Ég ætla ekki að fara rífast við þig um gildi ákveðnar túlkarnir á mörgum versum bæði í kóran og biblíunni, því annað en þú - þá reyni ég að líta á þau með hlutlausum hætti. Ég er hvorki múslimi né kristinn. Ég ætla heldur ekki að fara í “huga”-stríð við þig.