Tileinkað þeim sem hafa nýlega verið að gefa skít í alla múslima vegna viðbragða öfgamanna.
Mbl.is
Samtök hófsamra múslíma á Bretlandi efndu til samkomu á Trafalgar-torgi í London um hádegið í dag m.a. til að mótmæla ofsafengnum viðbrögðum öfgasinna við birtingu evrópskra fjölmiðla á skopmyndum af Múhameð spámanni. Talsmaður Múslímaráðs Bretlands, Inayat Bunglawala, sagði að samkoman ætti að verða friðsamleg og markmiðið væri að beina athyglinni að hinu upphaflega deilumáli, sem væri birting Jótlandspóstsins á skopmyndunum í fyrra.
Samtök öfgasinnaðra múslíma efndu til fjölda mótmælafunda við danska sendiráðið í London í síðustu viku þar sem hrópuð voru slagorð og haldið á lofti spjöldum með hótunum á borð við: „Myrðum þá sem móðga íslam“, og „Evrópa, 9/11 er yfirvofandi“.
Bunglawala sagði að tilgangur samkomunnar í dag væri að koma til skila afstöðu meirihluta múslíma. „Við teljum öfgasinnana hafa dregið athyglina frá upphaflega deiluefninu.“