Aftur hefst umræða um að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hvað er svona betra í þessu bandalagi en hérna á Íslandi? Maður hefur heyrt um ódýrara matvöruverð, eitthvað annað? Forsætisráðherra talar um aukningu frelsis á sama tíma og hann talar um að ganga í þetta samband. Hvað var hann að reykja þegar honum datt þetta í hug? Að ganga í þetta samband er öfugt við það að auka frelsi. Þetta samband er ríkjandi af takmörkunum, styrkjum og öðrum stýringum. Ásamt því að stjórnvöld hér á landi þyrftu að beygja sig undir lög sambandsins.
Fyrst þegar bandalagið var almennilega að fara af stað þá voru allir bjartsýnir og talað um nýju Bandaríki heimsins. Í dag er verið að berjast við það að halda því á lífi og virðast draumarnir um stjórnarskrá í bandalaginu vera orðnir að engu. 2015 segir forsætisráðherra. Ég spái því að Evrópusambandið verði ekki lengur til árið 2015 eða að minnsta kosti ekki hægt að ganga í það þá, einnig að Framsóknarflokkurinn verði ekki í ríkisstjórn Íslands. Þrátt fyrir að það sé ekki í boði um að semja um ýmsa hluti þá koma Íslendingar en þá með þvæluna um að það þyrfti að semja um ýmsa hluti áður en það yrði gengið í það. Hvernig í helvítinu á smáþjóð eins og okkar að hreinlega breyta bandalaginu og fá að semja sérstaklega um hagsmuni? Sættum okkur við það, þetta bandalag hentar okkur ekki og mun að öllum líkindum aldrei gera það. Man ekki alveg hver það var en einhver stjórnmálamaður í Evrópu tjáði sig um það að Íslendingar ættu ekki að ganga í bandalagið einfaldlega af því að það gengur svo vel hjá okkur utan þess, algjörlega sammála því :)