Það myndi þurfa að endurnýta það efni sem þegar er til í landinu frekar en að flytja inn. Fólk myndi hugsanlega reyna að rækta meira grænmeti í görðunum sínum til að hafa meira að éta, hugsanlega væru fleiri með hænur til að fá egg. Ég sé ekki fyrir mér að fólk færi aftur í hestana til að komast ferða sinna en hugsanlega myndi fólk hjóla frekar þegar olíuskortur stoppar bílaflotann. Þú skreppur ekkert skottúr milli landshluta lengur. Ef það er til tækniþekking, framleiðslugeta og hráefni til að breyta bílum þannig að þeir gangi fyrir vetni, metan eða rafmagni, þá yrði það líklega gert fyrir rest en það yrði dýrt og væntanlega ekki á færi almennings.
Við þyrftum að nota þær korntegundir sem hægt er að rækta á Íslandi, t.d. bygg í staðinn fyrir hveiti. Margir yrðu atvinnulausir og þyrftu að finna sér nýjan stað í nýju kerfi. Bændur myndu hafa það hvað best, alla vega til að byrja með.