Var að vafra á netinu, koma auga á þetta. Skemmtilegt innskot í umræðu þessa dagana.

fann þetta á http://www.xb.is/nordaustur/frettir/frettin.lasso?id=1765

15/04/2003

Polyolverksmiðja reist á Húsavík?

Á sameiginlegum fundi framboðanna í Norðausturkjördæmi sem haldinn var á Húsavík í gærkvöldi tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, að hún hefði kynnt í ríkisstjórn möguleika á að reisa verksmiðju á Húsavík sem framleiddi svokallað polyol. Jafnframt hefði ríkisstjórnin ákveðið að leggja 30 milljónir króna í verkefnið. Valgerður sagði Húsavík mjög álitlegan kost fyrir þessa starfsemi, en 65-70 manns myndu starfa við framleiðsluna ef af þessu verður.

Polyol er unnið úr sykri og þar sem allmikla gufu þarf í vinnsluna hafa tveit staðir á Íslandi fyrst og fremst komið til greina fyrir verksmiðju, Reykjanes og Húsavík. Aðstæður á Húsavík eru taldar álitlegri og því er nú frekar horft þangað.

Polyolverksmiðja á Húsavík er fjárfesting upp á um tíu milljarða króna og gert er ráð fyrir að hagkvæmniathugun taki 18 mánuði. Reynist niðurstaðan jákvæð og verksmiðjan verður reist, þarf að leggja gufulögn frá Þeistareykjum sem flutt getur um milljón tonn af gufu á ári. Fljótlega verður haldinn kynningarfundur með heimamönnum um byggingu polyolverksmiðju á Húsavík.

Getið þið rifjað upp með mér hvar þessi mál standa.
Er þetta kannski enn eitt kosningaloforðið sem fer út í bláinn?